Skip to main content
 • Óvissuferð í maí 2019

 • Bókagjöfin

 • Heimsókn í Veröld

  JANÚAR FUNDUR 2021

  Fyrsti fundur ársins var enn og aftur á zoom. Við létum okkur samt ekki leiðast.

  Fundurinn byrjaði á að hún Hafdís okkar formaður, las fyrir okkur mjög skemmtilegan pistil um árið sem var að líða. 

   

   

   

  Því næst hélt hún Guðfinna okkar, sem er ljósmóðir, erindi um hvernig barnshafandi innflytjendum er mætt. Hvað er vel og hvað mætti betur fara. Var það mjög fróðlegt.

  Ég biðst afsökunar á myndgæðum en svona fer zoomið stundum með mann :)

   

  Síðast en ekki síst kom til okkar í heimsókn hún María Björk talskona. Hún fræddi okkur um hin ýmsu verkefni sem samtökin standa að og hvernig markmið Sameinuðu þjóðanna samrímast vel markmiðum soroptimista.  Það var mjög skemmtilegt og fræðandi á að hlusta.