Skip to main content
 • Óvissuferð í maí 2019

 • Bókagjöfin

 • Heimsókn í Veröld

  Jólafundur 2021

  Við Mosfellssystur héldum jólafundinn okkar nýverið. Hún Guðfinna okkar var svo dásamleg að bjóða okkur heim. Það var sérlega góð mæting enda alltaf mjög gaman þegar við hittumst. Hérna má sjá allar okkar glæsilegu konur sem komust á fundinn.

                         

  Við fengum hana Fanney Hrund Hilmarsdóttur til okkar á fundinn. Hún er að gefa út sína fyrstu bók fyrir þessi jól. Bókin heitir Fríríkið og sagði hún okkur frá aðdraganda bókaskrifana og las fyrir okkur úr bókinni. Hélt hún mjög skemmtilegan pistil og vorum við systur svo duglegar að kaupa af henni þessa skemmtilegu bók og styrkja um leið þessa flottu ungu konu á rithöfundabrautinni.

                        

   

                                 

   

  Við borðuðum svo mat sem systur höfðu eldað af sinni alkunnu snilld, skiptumst á pökkum og skemmtum okkur konunglega

             

  Takk fyrir árið sem er að líða og gleðilega hátíð