Stjórn og embættismenn
Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar var stofnaður 25. september 1977. Stofnskrá afhenti Eva Skaarberg, gjaldkeri SI/E.
Stofnfélagar voru 21 og fyrsti formaður var Þórey Guðmundsdóttir. Í dag eru 30 konur í klúbbnum.
Styrktarverkefni klúbbsins hafa verið mörg og fjölbreytt, bæði stór og smá, innlend og erlend. Fjáröflun til styrktarverkefna hefur verið með ýmsu móti. Stærsta fjáröflunin til margra ára hefur verið sala á laufabrauði fyrir jólin sem systur skera út og steikja sjálfar. Þá hefur sala á ýmis konar varningi alla tíð verið þó nokkur.
Stjórn klúbbsins starfsárið 2018 - 2019 skipa:
- Hafdís Heiðarsdóttir, formaður
- Margrét E. Arnórsdóttir, varaformaður
- Ragna Rúnarsdóttir, ritari
- Elsa Hákonardóttir, gjaldkeri
- Sigrún Birgisdóttir, meðstjórnandi
- Rakel Árnadóttir, meðstjórnandi