Skip to main content
  • Óvissuferð í maí 2019

  • Bókagjöfin

  • Heimsókn í Veröld

    Mosfellssveitarsystur gefa verðandi mæðrum bókina „Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til“

     

    Í byrjun apríl 2018 færði Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar Heilsugæslunni í Mosfellsbæ 120 eintök af bókinni „Fyrstu 1000 dagarnir, barn verður til“ eftir Sæunni Kjartansdóttir. Eintökin eru jafnmörg og fjöldi barna sem fæðist að jafnaði í sveitarfélaginu á ári. Klúbburinn færði heilsugæslunni sambærilega gjöf fyrir u.þ.b. ári síðan en upplagið var á þrotum svo ákveðið var að endurtaka leikinn. Markmiðið með gjöfinni er að allir foreldrar nýfæddra Mosfellinga fái bókina að gjöf við komu í ungbarnaeftirlitið.

    Bókin 1000 fyrstu dagarnir er aðgengileg handbók fyrir foreldra sem byggir á sálgreiningu, tengslakenningum og nýjustu rannsóknum í taugavísindum. Að sögn starfsmanna heilsugæslunnar voru foreldrar almennt ánægðir og þakklátir með gjöfina og þótti hún áhugaverð og fróðleg.

    Bokagjofin2

     Ragna K. Rúnarsdóttir Verkefnastjóri Soroptimistaklúbbs Mosfellssveitar, Linda Ágústsdóttir formaður klúbbsins, Svanhildur Þengisdóttir svæðisstjóri Heilsugæslu Mosfellsumdæmis, Jórunn Edda Hafsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri ungbarnaverndar og Kristrún Kjartandsóttir ljósmóðir