• Fyrsta mynd

  • Önnur mynd

  • Þriðja mynd

Ásta Snorradóttir, lektor við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands, flutti erindi á janúarfundinum

Ásta Snorradóttir, félagsfræðingur og systir í Reykjavíkurklúbbi, hélt fróðlegt erindi á janúarfundinum okkar. Yfirskriftin var: Framtíð án kynbundins ofbeldis: Hvernig má bæta úr málum á vinnustöðum? Hún sagði okkur frá nýrri umfangsmikilli rannsókn á einelti og kynferðislegri og kynbundinni áreitni á vinnustöðum á Íslandi sem var unnin fyrir félagsmálaráðuneytið. Ásta hélt erindi um sama efni á stórri ráðstefnu í Hörpu í september á síðasta ári, Metoo-ráðstefnunni.

Umfjöllunarefnið í erindi Ástu var nátengt átaki Soroptimistasambandsins gegn kynbundnu ofbeldi – Roðagyllum heiminn – sem hófst 25. nóvember 2019 og stóð í 16 daga.

Janúarfundur SR 2020 - Ásta Snorradóttir