Skip to main content
 • Fyrsta mynd

 • Önnur mynd

 • Þriðja mynd

  Frétt frá 15. mars 2020: Aðalbjörg Guðmundsdóttir systir í Reykjavíkurklúbbi 100 ára

  Aðalbjörg Guðmundsdóttir 100 ára 15.mars 2020

  Aldursforsetinn okkar, Aðalbjörg Guðmundsdóttir, fagnar hundrað ára afmæli í dag. 

  Aðalbjörg starfaði sem grunnskólakennari og hún var stofnformaður í Soroptimistaklúbbi Keflavíkur 1975. Hún flutti sig yfir í Reykjavíkurklúbbinn 1979 og hefur hún gegnt mörgum embættum í gegnum tíðina. Aðalbjörg var varaforseti Landssambands Soroptimista, hún hefur starfað sem ritari, gjaldkeri og fulltrúi hjá Reykjavíkurklúbbnum og hún hefur starfað í ýmsum nefndum, m.a. í fjáröflunarnefnd, sjóðanefnd og móttökunefnd. 

  Dóttir Aðalbjargar, Margrét Rögnvaldsdóttir, systir í Reykjavíkurklúbbi, skipulagði fyrir tveimur árum glæsilega systraferð um Melrakkasléttu og Langanes. Þá fengu systur úr Reykjavíkurklúbbi höfðinglegar móttökur hjá Aðalbjörgu á ættaróðalinu á Harðbak á Melrakkasléttu. Aðalbjörg var gerð að heiðursfélaga í klúbbnum árið 2006.

  Við óskum Aðalbjörgu innilega til hamingju á þessum merku tímamótum