Skip to main content
  • Fyrsta mynd

  • Önnur mynd

  • Þriðja mynd

    Maífundur

    Margrét Rögnvaldsdóttir, formaður laga- og reglugerðanefndar, sagði frá störfum nefndarinnar. Mikið hefur mætt á laganefndinni síðustu misseri vegna fyrirhugaðra lagabreytinga hjá Evrópusambandi Soroptimista, SIE og margir fundir hafa verið haldnir með sendifulltrúum á Norðurlöndunum. Frá síðustu áramótum hefur Margrét einnig tekið þátt í mánaðarlegum málstofum SIE. 

    Maífundur var fjarfundur og Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri Skipulagsstofnunar hélt fræðandi erindi fyrir okkur um skipulag á Íslandi í fortíð, nútíð og framtíð. Hún fór yfir söguna og sagði okkur frá skipulagsgerð sem fæst við ráðstöfun lands til nýtingar og verndar, útfærslu einstakra mannvirkja og ákvarðanir um heimila starfsemi og nýtingu mannvirkja, lóða o.s.frv. Horft er til langs tíma og eru almannahagsmunir og sjálfbær þróun lögð til grundvallar.