• Heimsókn í Bessastaði

 • Önnur mynd

 • Þriðja mynd

  Kvennagolf 2020

  Takið eftir kæru golfkonur.

  Kvennagolfi Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness sem halda átti í september hefur verið aflýst til ársins 2021 vegna Covid-19.

  Gaman saman

  Oft er mikið um að vera hjá systrum. Farið er í kynnisferðir, lengri og skemmri ferðalög og mikil vinna er lögð í undirbúning viðburða eins og árlega golfmótið.

   

  Systur6     Systur4

   

   Systur8     Systur9

   

  Systur3     Systur1

   

  20190408 195554     wSeltjMenning 021119 JSX7956 Copy

  Messukaffi

  Klúbbsystur hafa tekið þátt í messuþjónustu Seltjarnarneskirkju. Meðfylgjandi myndir eru frá 14. janúar 2018. Margrét Jónsdóttir og Guðbjörg R. Jónsdóttir lásu úr Ritningunni og Ásrún Kristjánsdóttir formaður fræddi kirkjugesti um Soroptimistahreyfinguna og helstu verkefni klúbsssystra á Seltjarnarnesi. Að lokinni messu buðu systur upp á glæsilegar veitingar í safnaðarheimilinu.

      Messa1 

   

   

       Messa2                  Messa3

  Systur á listahátíð

  Sunnudaginn 6. maí 2018 var listahátíð á Seltjarnarnesi opnuð í Seltjarnarneskirkju. Þar voru sýnd og kynnt verk þeirra soroptimistasystra Herdísar Tómasdóttur veflistakonu og Ingunnar Benediktsdóttur glerlistakonu. Rakel Pétursdóttir safnafræðingur hélt erindi um verk Herdísar og veitti kirkjugestum innsýn í þau. Gunnlaugur A. Jónsson formaður listahátíðarnefndar prédikaði út frá yfirskrift hátíðarinnar "Kenn oss að telja daga vora..." . Textinn er úr 90. Davíðssálmi sem íslenski þjóðsöngurinn var ortur út af.

  Listakonur1     Listakonur4    Listakonur5   

   

  Listakonur10     Listakonur7

   

   Listakonur11     Listakonur12

  Boð til Bessastaða

  Í tilefni 40 ára afmælis Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness bauð forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn til Bessastaða 13. október 2017.

  Bessastaðir7

   

   Bessastaðir6    Bessastaðir4   

                                                                              

    Bessastaðir8    Bessastarðir 40 ára afmæli

                                                                             

  Andlát Þóru C. Óskarsdóttur

  Þóra

  Þóra C. Óskarsdóttir fæddist í Reykjavík 24. apríl 1940 og lést á Landspítala Fossvogi þann 26. janúar 2019. Þóra gekk í Soroptimistaklúbb Seltjarnarness árið 1983. Hún gegndi þar ýmsum embættum, s.s. gjaldkeri klúbbsins tvö kjörtímabil og ritari Landssambandsins 1988-1990. 

  Þóra lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og BA-prófi í bókasafns- og sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði sem bókavörður á Landsbókasafni Íslands, skólasafnvörður í Valhúsaskóla, aðstoðarbókafulltrúi í menntamálaráðuneytinu, bókafulltrúi ríkisins  og sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu. Í lok starfsævinnar starfaði Þóra á Landsbókasafni Íslands við ýmis sérverkefni. 

   

     Þóra1