• Heimsókn í Bessastaði

 • Önnur mynd

 • Þriðja mynd

  Soroptimistar roðagylla heiminn

  Dagana 25. nóvember til 10. desember stóðu Alþjóðasamtök Soroptimista, ásamt fjölda annarra félagasamtaka, fyrir sextán daga átaki á heimsvísu sem nefnist „Orange the world“. Markmiðið er að vekja athygli á ofbeldi gegn konum undir heitinu „Roðagyllum heiminn“. Liturinn táknar bjartari framtíð án ofbeldis.

  Í ár beindist átakið að áhrifum kóvít-19 á kynbundið ofbeldi. Í kjölfar heimsfaraldursins hefur orðið mikil aukning á ofbeldi gegn konum og stúlkum hér á landi og erlendis og þá sérstaklega heimilisofbeldi.

  Systur á Seltjarnarnesi voru hvattar til þess að vekja athygli á þessu 16 daga átaki með því að roðagylla Facebook-síður sínar. Auk þess var lagt til að Seltjarnarneskirkja og Gróttuviti væru roðagyllt. Vegna slæms veðurs gengu þau áform ekki eftir að þessu sinni. 

  Soroptimistar á Seltjarnarnesi sýna stuðning sinn í verki með því að styrkja húsbyggingu fyrir kvennaathvarfið. Það er um þessar mundir aðal verkefni klúbbsins.

  Sólveig Pálsdóttir - Blóðdropinn 2020

  Sólveig Pálsdóttir hlaut Blóðdropann 2020 fyrir skáldsögu sína, Fjötra. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir bestu íslensku glæpasögu undanfarins árs. Útgefandi bókarinnar er Salka. Í ár voru 20 glæpasögur tilnefndar. Hið íslenska glæpafélag stendur að verðlaununum og er verðlaunabókin framlag Íslands til Glerlykilsins, norrænu glæpasagnaverðlaunanna árið 2021. Dónmefnd skipuðu Páll Kristinn Pálsson, formaður, Helga Birgisdóttir og Kristján Atli Ragnarsson.

   

      103780491 1638809246294728 6492670686501351520 o    102332599 1638813642960955 3509087263078493159 o Copy

   

  Í umsögn dómnefndar segir Fjötrar eftir Sólveigu Pálsdóttur sé verðskuldaður
  sigurvegari. Sólveig fléttar saman á frumlegan og öruggan hátt
  sögum af mannshvarfi, misnotkun og sjálfsskaða í spennandi frásögn sem
  litast af leyndarmálum fjölskyldna. Ljóst er frá fyrstu síðu að lesandi er í öruggum
  höndum höfundar sem hefur góð tök á öllum þráðum fléttunnar og hefur vandað til
  verks. Frásögn Sólveigar er í senn spennandi, áhugaverð, kímin og sorgleg.
  Afraksturinn er bók sem lætur engan ósnortinn.

   

  Kvennagolf 2020

  Takið eftir kæru golfkonur.

  Kvennagolfi Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness sem halda átti í september hefur verið aflýst til ársins 2021 vegna Covid-19.

  Kvennagolf 2019

  Kvennagolfmót 2019

  Gaman saman

  Oft er mikið um að vera hjá systrum. Farið er í kynnisferðir, lengri og skemmri ferðalög og mikil vinna er lögð í undirbúning viðburða eins og árlega golfmótið.

   

  Systur6     Systur4

   

   Systur8     Systur9

   

  Systur3     Systur1

   

  20190408 195554     wSeltjMenning 021119 JSX7956 Copy

  Messukaffi

  Klúbbsystur hafa tekið þátt í messuþjónustu Seltjarnarneskirkju. Meðfylgjandi myndir eru frá 14. janúar 2018. Margrét Jónsdóttir og Guðbjörg R. Jónsdóttir lásu úr Ritningunni og Ásrún Kristjánsdóttir formaður fræddi kirkjugesti um Soroptimistahreyfinguna og helstu verkefni klúbsssystra á Seltjarnarnesi. Að lokinni messu buðu systur upp á glæsilegar veitingar í safnaðarheimilinu.

      Messa1 

   

   

       Messa2                  Messa3

  • 1
  • 2