Systur á listahátíð
Sunnudaginn 6. maí 2018 var listahátíð á Seltjarnarnesi opnuð í Seltjarnarneskirkju. Þar voru sýnd og kynnt verk þeirra soroptimistasystra Herdísar Tómasdóttur veflistakonu og Ingunnar Benediktsdóttur glerlistakonu. Rakel Pétursdóttir safnafræðingur hélt erindi um verk Herdísar og veitti kirkjugestum innsýn í þau. Gunnlaugur A. Jónsson formaður listahátíðarnefndar prédikaði út frá yfirskrift hátíðarinnar "Kenn oss að telja daga vora..." . Textinn er úr 90. Davíðssálmi sem íslenski þjóðsöngurinn var ortur út af.