Skip to main content
 • Heimsókn í Bessastaði

 • Önnur mynd

 • Þriðja mynd

  Soroptimistar roðagylla heiminn

  Dagana 25. nóvember til 10. desember stóðu Alþjóðasamtök Soroptimista, ásamt fjölda annarra félagasamtaka, fyrir sextán daga átaki á heimsvísu sem nefnist „Orange the world“. Markmiðið er að vekja athygli á ofbeldi gegn konum undir heitinu „Roðagyllum heiminn“. Liturinn táknar bjartari framtíð án ofbeldis.

  Í ár beindist átakið að áhrifum kóvít-19 á kynbundið ofbeldi. Í kjölfar heimsfaraldursins hefur orðið mikil aukning á ofbeldi gegn konum og stúlkum hér á landi og erlendis og þá sérstaklega heimilisofbeldi.

  Systur á Seltjarnarnesi voru hvattar til þess að vekja athygli á þessu 16 daga átaki með því að roðagylla Facebook-síður sínar. Auk þess var lagt til að Seltjarnarneskirkja og Gróttuviti væru roðagyllt. Vegna slæms veðurs gengu þau áform ekki eftir að þessu sinni. 

  Soroptimistar á Seltjarnarnesi sýna stuðning sinn í verki með því að styrkja húsbyggingu fyrir kvennaathvarfið. Það er um þessar mundir aðal verkefni klúbbsins.