Skip to main content
 • Heimsókn í Bessastaði

 • Önnur mynd

 • Þriðja mynd

  „Heimskona gerist sveitakona“

  „Heimskona gerist sveitakona“ nefndist fróðlegt erindi Kristrúnar Heimisdóttur lögfræðings og heimspekings um Önnu Bjarnadóttur (1897– 1994), sem var amma hennar. Steinunn Einarsdóttir klúbbsystir á Seltjarnarnesi er dóttir Önnu. Titill erindisins er sóttur í orð Önnu um ævi sína.  

  Anna_Bj.jpg     Anna Bjarnadóttir myndir                                                                                                                                 

  Anna Bjarnadóttir var brautryðjandi og frumkvöðull í námi, kennslu og kvenrnréttindabaráttu. Hún var ein af fáum konum sem í byrjun síðustu aldar gekk menntaveginn. Anna var meðal fyrstu kvenna sem lauk stúdentsprófi og síðar háskólanámi.

  Anna Bjarnadóttir útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1916. Næstu þrjú árin stundaði hún nám í norrænum fræðum við Háskóla Íslands og vann á sama tíma við orðabók Sigfúsar Blöndal. Anna silgdi strax eftir lok heimsstyrjaldarinnar fyrri til Englands og lauk háskólaprófi frá Westfield College í London árið 1922. Í Englandi tók hún virkan þátt í Alþjóðasamtökum háskólakvenna sem trúðu á mikilvægi menntaðra kvenna við að koma á friði meðal þjóða. Heim komin hélt hún háskólafyrirlestra, sex í röð um William Shakespeare. Hún var meðal stofnenda Félags íslenskra háskólakvenna síðar Kvenstúdentafélags Íslands árið 1928. 

  Róður.jpg     Háskólakonur_funda.jpg

  Anna kenndi ensku í fyrsta útvarpi á Íslandi og var fyrsta konan sem kenndi við Menntaskólann í Reykjavík (1923 til 1931). Næstu tvo vetur kenndi hún við Flensborg í Hafnarfirði. Hafði Anna þá kynnst Einari Guðnasyni prófasti í Reykholti, sem hún giftist árið 1933 og flutti til hans í Borgarfjörð og fór að kenna við Héraðsskólann í Reykholti allt til ársins 1964. 

  Anna fékk síðan að kenna á bakslagi samtímans gegn konum á vinnumarkaði, sem lýsti sér í þróun starfsferils hennar. Hann hófst í háskóla og lauk í Héraðsskólanum í Reykholti þar sem hún var annálaður kennari og höfundur kennslubóka í ensku.

       Hér beið mín engin staða             Kristrún.jpg