• Heimsókn í Bessastaði

 • Önnur mynd

 • Þriðja mynd

  Konur styrktar til sjálfshjálpar

  Klúbburinn hefur stutt ýmis vekefni í þeim tilgangi að styrkja konur til sjálfshjálpar.

  • Samtökin Gæfuspor voru styrkt til að fjámagna námskeið fyrir konur sem hafa búið við ofbeldi. Markmiðið var að hjálpa þeim til að koma undir sig fótunum á nýjan leik
  • „Á allra vörum“ er verkefni sem Kvennaathvarfið hefur stofnað utan um sextán íbúðir sem ætlunin er að byggja. Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra hefur verið ráðinn verkefnisstjóri. Húsnæðið er ætlað konum sem hafa verið í ofbeldissamböndum. Lögð er áhersla á að skapa heimili fyrir konur og börn en einnig verður lögð áhersla á að tryggja öryggi kvennanna.
  • Líf styrktarfélag fékk skjá í móttöku Kvennadeildar Landspítala 
  • Kvenskoðunarstóll var gefinn á Neyðarmóttöku Borgarspítalans

   Líf styrktarfélag     Vinkvennakvöld4

  Styrkur afhentur Líf styrktarfélagi 2015                       Eygló Harðardóttir

  Einhverfir og fötluð börn

  Soroptimisstakúbbur Seltjarnarness hefur lagt þunga áherslu á að styrkja einhverfa og fatlaða. Helstu verkefnin í þeim málaflokki eru:

  • Sex vikna námskeið var haldið í samstarfi við Greiningarstöð ríkisins fyrir foreldra barna sem voru nýgreind með einhverfu. Árið 2007 höfðu 12 hópar og tæplega 100 foreldrar tekið þátt í verkefninu.
  • Heitur pottur við sambýli í einhverfra í Þorláksgeisla
  • Sumardvöl fyrir fötluð börn í Reykjadal 
  • Gerð uppýsinga- og fræðslusíðu Barna- og unglingageðdeildar (BUGL), aðgengileg fyrir foreldra var styrkt með fjárframlögum
  • Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing studd með tölvukaupum

  Bugl

  Styrkur afhentur BUGL 2015

  Gróttudagur og kaffiveitingar

  Á árlegum fjölskyldudegi í náttúruperlunni Gróttu sér klúbburinn um kaffi- og vöfflusölu f.h. Seltjarnarnesbæjar.

  Gróttudagur fjaran     Gróttudagur loftfimleikar     Grótta sönfur

   

  Grottudagur2     Gróttudagur1

   

  Klúbburinn hefur veitt bæjarfélaginu aðstoð við viðburði á Seltjarnarnesi, s.s. á Menningarhátíð og  á hreinsunardegi með umsjón kafffiveitinga.

  Menning kaffi      Kaffi2

   

  Kaffiveitingar     Kaffiveitingar5

   

  Klúbburinn selur svuntur í litum Soroptimista, blár og gulur, og með merki samtakanna.

  Svuntur

  Golfmót á Nesvelli

  Golfmót 2018 systur

  Frá árinu 2011 hefur Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness haldið golfmót fyrir konur á Nesvelli

   Golf      Golfmót 2018 ræs   Golf verðlaun

  Golfmot 2018 veitingar1   Golf1   Golf3

   

  Golfmót1     Golf2

   

  Skemmtifundur með happdrættissölu er haldinn í október í framhaldi af golfmótinu, þar sem umfram vinningar eru notaðir í fjáröflun. Systur koma með góða gesti. Hér að neðan eru myndir frá árinu 2017. Eygló Harðardóttir f.v. félags- og húsnæðismálaráðherra var fyrirlesari kvöldsins. Fjallaði Eygló um húsnæðismál Kvennaathvarfsins. Það verkefni "Á allra vörum" er nú aðalverkefni klúbbsins.

   Vinkvennakvöld1    Vinkvennakvöld2   Vinkvennakvöld3    

   

   Vinkvennakvöld5    Vinkvennakvöld6    Vinkonukvöld 2016

   

  Ljóðabókin Tilfinningar

  Helsta fjáröflun soroptimistaklúbbs Selltjarnarness hefur verið sala á ljóðabókinni Tilfinningar. Ingibjörg Bergsveinsdóttir tók saman óbirt ljóð eftir móður sína Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautarholti á Kjalarnesi (1892-1970) og vann að útgáfu. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup skrifaði formála. Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness gaf bókina fyrst út á afmælisdegi Guðrúnar 21. júní 2002. Bókin er hugsuð sem handbók fyrir þá sem vilja tjá tilfinningar sínar í ræðu eða riti, jafnt á gleði- og sorgarstundum. Bókin hefur verið endurprentuð nokkrum sinnum og á árunum 2002 til 2011 voru 5000 eintök seld. Allur ágóði af sölu bókarinnar hefur runnið til styrktar verkefnum sem unnin eru í þágu einhverfra.

  Tilfinningar  

  Ljóðabókin Tilfinningar fæst hjá Carla Magnússon og kostar 1000kr. Best er að senda skilaboð á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.