• Skagafjörður

 • Lýtingsstaðir

 • Sauðárkrókur

  Samfélagsverðlaun Skagafjarðar

  helga samfelagsverdlaun

  Samfélagsverðlaun Skagafjarðar hafa verið veitt í fimm ár, en þau eru árlega veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykir standa sig afburða vel í að efla skagfirst samfélag.

  Continue reading

  Umhverfisviðurkenning 2020

  16. árið í röð fór Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar í skoðunarferðir um Skagafjörð að sumri til, til að meta bæi, hverfi og svæði í firðinum fyrir umhverfsiverðlaun, sem er samvinnuverkefni klúbbsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

  Samtals aka klúbbsystur um 2.700 km um fjörðinn þegar þær meta svæði í firðinum og verja um 88 klukkustundum í vinnu, því ljóst að verkefnið er ansi umfangsmikið.

  Nánari umfjöllun um verkefnið má sjá hér á héraðsmiðlinum Feyki.

  Roðagyllum heiminn - vitundarvakning gegn kynbundnu ofbeldi

  soroptimist frettatilkynning

  Alþjóðasamband Soroptimista hefur barist gegn kynbundnu ofbeldi í áratugi og boðar til 16 daga vitundarvakningar gegn ofbeldi 25. nóvember til 10. desember, en Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 25. nóvember dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundis ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn því. Þessu sérstaka átaki lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10. desember, sem jafnframt er alþjóðlegur dagur Soroptimista.

  Continue reading

  Stelpur geta allt

  Þann 26. október bauð Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar öllum 12 ára stúlkum í firðinum á dags sjálfsstyrkingarnámskeið Stelpur geta allt hjá Kristínu Tómasdóttur. Er þetta í 3 sinn sem klúbburinn býður upp á námskeiðið.

  Alls sóttu 11 stúlkur námskeiðið (þessi árgangur er lítill í firðinum og metþáttaka með tilliti til þess) og skemmtu sér vel.  Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu er að þekkja hugtakið sjálfsmynd, að þekkja eigin sjálfsmynd og að kynnast leiðum til að hafa jákvæð áhrif á eigin sjálfsmynd. 

  Eftir námskeiðið var foreldrum boðið  til fundar þar sem þau fá góð ráð til að fylgja námskeiðinu eftir heima, til að efla og styrkja dætur sínar. 

  Soroptimistasystur sáu um allt utanhald eins og áður, stóttu stúlkurnar á námskeiðið, auk þess að bjóða upp á dýrindis súpu í hádeginu, meðlæti í kaffinu og afþreyingu á milli námskeiðshluta.

  Mikil ánægja var með verkefnið bæði hjá stúlkum og foreldrum og stefnum við því ótrauðar á að halda verkefninu á lofti á næsta ári.

  • 1
  • 2