Gróðursetning í tilefni 100 ára afmæli
Samfélagsverðlaun Skagafjarðar
Samfélagsverðlaun Skagafjarðar hafa verið veitt í fimm ár, en þau eru árlega veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði sem þykir standa sig afburða vel í að efla skagfirst samfélag.
Umhverfisviðurkenning 2020
16. árið í röð fór Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar í skoðunarferðir um Skagafjörð að sumri til, til að meta bæi, hverfi og svæði í firðinum fyrir umhverfsiverðlaun, sem er samvinnuverkefni klúbbsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Samtals aka klúbbsystur um 2.700 km um fjörðinn þegar þær meta svæði í firðinum og verja um 88 klukkustundum í vinnu, því ljóst að verkefnið er ansi umfangsmikið.
Nánari umfjöllun um verkefnið má sjá hér á héraðsmiðlinum Feyki.
Jólafundur 2019
Fimmtudagskvöldið 5. desember mættu systur ásamt gestum í hátíðarskapi á Löngumýri á jólafund.
Roðagyllum heiminn - vitundarvakning gegn kynbundnu ofbeldi
Alþjóðasamband Soroptimista hefur barist gegn kynbundnu ofbeldi í áratugi og boðar til 16 daga vitundarvakningar gegn ofbeldi 25. nóvember til 10. desember, en Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 25. nóvember dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundis ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn því. Þessu sérstaka átaki lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10. desember, sem jafnframt er alþjóðlegur dagur Soroptimista.
Betri svefn - grunnstoð heilsu
Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar stóð fyrir fræðandi fyrirlestur mánudagskvöldið 2. nóvember með Dr. Erlu Björnsdóttir.