Skip to main content
 • Skagafjörður

 • Lýtingsstaðir

 • Sauðárkrókur

  Stúlknaverkefnið

  Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar býður öllum 12 ára stúlkum í firðinum á sjálfsstyrkingarnámskeiðið Stelpur geta allt sem er í umsjón Kristínar Tómasdóttur og hefur gert árlega síðan 2017.

  Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu er að þekkja hugtakið sjálfsmynd, að þekkja eigin sjálfsmynd og að kynnast leiðum til að hafa jákvæð áhrif á eigin sjálfsmynd. 

  Eftir fræðsluna til stúlknanna er foreldrum boðið til fundar þar sem þau fá góð ráð til að fylgja námskeiðinu eftir heima, til að efla og styrkja dætur sínar. 

  Soroptimistasystur sjá um allt utanumhald, sækja stúlkurnar og koma þeim á námskeiðið auk þess að sjá um veitingar og afþreyingu á milli námskeiðshluta.