Skip to main content
 • Skagafjörður

 • Lýtingsstaðir

 • Sauðárkrókur

  Stelpur geta allt

  Þann 26. október bauð Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar öllum 12 ára stúlkum í firðinum á dags sjálfsstyrkingarnámskeið Stelpur geta allt hjá Kristínu Tómasdóttur. Er þetta í 3 sinn sem klúbburinn býður upp á námskeiðið.

  Alls sóttu 11 stúlkur námskeiðið (þessi árgangur er lítill í firðinum og metþáttaka með tilliti til þess) og skemmtu sér vel.  Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu er að þekkja hugtakið sjálfsmynd, að þekkja eigin sjálfsmynd og að kynnast leiðum til að hafa jákvæð áhrif á eigin sjálfsmynd. 

  Eftir námskeiðið var foreldrum boðið  til fundar þar sem þau fá góð ráð til að fylgja námskeiðinu eftir heima, til að efla og styrkja dætur sínar. 

  Soroptimistasystur sáu um allt utanhald eins og áður, stóttu stúlkurnar á námskeiðið, auk þess að bjóða upp á dýrindis súpu í hádeginu, meðlæti í kaffinu og afþreyingu á milli námskeiðshluta.

  Mikil ánægja var með verkefnið bæði hjá stúlkum og foreldrum og stefnum við því ótrauðar á að halda verkefninu á lofti á næsta ári.