Skip to main content
 • Skagafjörður

 • Lýtingsstaðir

 • Sauðárkrókur

  Roðagyllum heiminn - vitundarvakning gegn kynbundnu ofbeldi

  soroptimist frettatilkynning

  Alþjóðasamband Soroptimista hefur barist gegn kynbundnu ofbeldi í áratugi og boðar til 16 daga vitundarvakningar gegn ofbeldi 25. nóvember til 10. desember, en Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 25. nóvember dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundis ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn því. Þessu sérstaka átaki lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10. desember, sem jafnframt er alþjóðlegur dagur Soroptimista.

  Continue reading

  Stelpur geta allt

  Þann 26. október bauð Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar öllum 12 ára stúlkum í firðinum á dags sjálfsstyrkingarnámskeið Stelpur geta allt hjá Kristínu Tómasdóttur. Er þetta í 3 sinn sem klúbburinn býður upp á námskeiðið.

  Alls sóttu 11 stúlkur námskeiðið (þessi árgangur er lítill í firðinum og metþáttaka með tilliti til þess) og skemmtu sér vel.  Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu er að þekkja hugtakið sjálfsmynd, að þekkja eigin sjálfsmynd og að kynnast leiðum til að hafa jákvæð áhrif á eigin sjálfsmynd. 

  Eftir námskeiðið var foreldrum boðið  til fundar þar sem þau fá góð ráð til að fylgja námskeiðinu eftir heima, til að efla og styrkja dætur sínar. 

  Soroptimistasystur sáu um allt utanhald eins og áður, stóttu stúlkurnar á námskeiðið, auk þess að bjóða upp á dýrindis súpu í hádeginu, meðlæti í kaffinu og afþreyingu á milli námskeiðshluta.

  Mikil ánægja var með verkefnið bæði hjá stúlkum og foreldrum og stefnum við því ótrauðar á að halda verkefninu á lofti á næsta ári.

  Haustfundur 2019 á Laugabakka

  Í blíðskaparveðri á laugardagsmorgni lögðu 3 Skagafjarðarsystur, Herdís, Helga og Lilja, land undir fót og brunuðu af stað á Laugabakka. Framundan var pakkaður dagur af áhugaverði dagskrá ásamt samveru 150 systra víðsvegar af landinu, því var ekki skrýtið að þær voru fullar tilhlökkunar og þögnuðu ekki alla leiðina, eða við skulum gefa okkur að það hafi verið ástæða málflaumsins.

  Ingibjörg Landsambandsforseti setti fundinn og viðtók afar fróðlegur dagur og skemmtileg hópavinna sem dýpkar starf okkar systra. 

  Eftir góða vinnu og mismikla kaffidrykkju slökuðu systur á fyrir væntanlegan kvöldverð og vorum við svo lukkulegar að galleríið Babúska á Hvammstanga var opið fyrir okkur. Það var virkilega skemmtilegt að líta þar inn og fórum við allar ríkari listmunum heim.

  Kvöldverðurinn einkenndist af gleði og söng, skemmtiatriðum systra alls staðar af landinu og ljúffengum mat og drykk sem rann ljúflega niður. Þökkum við fyrir dásamlega samveru og systraþel.

  Umhverfisverkefni Skagafjarðar

  10474891 10202678733791617 8785901550983244700 n

  Frá árinu 2004 hefur Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar  haft umsjón með útnefningu umhverfisviðurkenninga sveitarfélagsins og er þetta verkefni helsta fjáröflun klúbbsins. Fyrirkomulagið hefur verið með svipuðu sniði öll þessi ár. Klúbbsystur raða  sér í 6 hópa, sem skipta með sér svæðinu frá Fljótum, inn allan Skagafjörð, fram að Hofsvöllum og út að Hrauni á Skaga.

  Continue reading

  Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar 2019

   

  umhverfisverðlaun_2019.jpg

  Vinningshafar umhverfisviðurkenninga 2019: Fv. Helga Sjöfn Helgadóttir, Gunnlaugur Hrafn Jónsson, Margrét Grétarsdóttir, Páll Sighvatsson, Elínborg Bessadóttir, Vésteinn Vésteinsson, Ingibjörg Sigfúsdóttir sem tók við skildinum fyrir hönd Ásdísar Sigurjónsdóttur, Herdís Sæmundardóttir, Guðmundur Ragnarsson, Ásta P. Ragnarsdóttir, Magnús Sverrissona, Laufey Guðmundsdóttir og Jóhann Bjarnason.

  Þann 12. september voru umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar veittar í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur haft umsjón með útnefningu viðurkenningarinnar fyrir sveitarfélagið í 15 ár og eru því orðnar ansi kunnugar heimahögunum, en þær fara um allan fjörð og taka út umgengni svæða. Er það einkar ánægjulegt að sjá hve hvetjandi verkefnið er og sjá mun á milli ára til batnaðar.

  Continue reading