Skip to main content
  • Blómin frá Espiflöt

  • Við opnun Sigurhæða

  • Haustkransagerð

  • Gróðursetning í júní

  • Undirritun samnings við Árborg

    Opnun Sigurhæða

    Opnunarhátíð SIGURHÆÐA, sem var laugardaginn 20. mars sl. að viðstödum um 80 gestum, var hreint út sagt mögnuð, yndisleg og gleðirík. Ekki spillti gullfalleg umgjörðin utan um hátíðina, Listasafn Árnesinga í Hveragerði, en Kristín Scheving safnstýra lagði SIGURHÆÐUM til húsakynnin endurgjaldslaust verkefninu til styrktar. Fjölmargar kveðjur og gjafir bárust og tilkynnt var um tvo nýja styrki til SIGURHÆÐA. Var annar frá Sambandi sunnlenskra kvenna og hinn frá Soroptimistaklúbbi Kópavogs. Ávörp fluttu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis, Guðrún Lára Magnúsdóttir forseti Soroptimistasambands Íslands, Svava Davíðsdóttir félagsmálastjóri Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu og Margrét Harpa Garðarsdóttir staðgengill lögreglustjórans á Suðurlandi. Allar töluðu um þá þörf sem er til staðar á Suðurlandi fyrir úrræði sem SIGURHÆÐIR, sem þær hafa reynslu af úr sínum störfum. Starfsemi SIGURHÆÐA hefur farið vel af stað, það er byrjað að bóka viðtöl, allt komið í gang. GÖNGUM SAMAN UPP SIGURHÆÐIR! Tvær ljósmyndir efst á síðu: Erling Ó. Aðalsteinsson.