• Blómin frá Espiflöt

  • Við opnun Sigurhæða

  • Haustkransagerð

  • Gróðursetning í júní

    Hlýja fyrir Sigurhæðir

    Margir hafa sýnt verkefninu okkar Sigurhæðir áhuga þar á meðal er listakonan Þórhildur Laufey Sigurðardóttir, en hún fékk þá snilldarhugmynd að nýta garnafganga sem hún átti og prjóna litlar hyrnur um hálsinn til styrktar einhverju góðu málefni.

    Hún fékk tvær vinkonur sínar í lið með sér, og saman prjónuðu þær 52 hyrnur og skiptu þeim í flokka eftir árstíðum og kalla þetta Hlýju, og er hver hyrna númeruð. Þegar hún frétti af þessu verkefni ákvað hún að styðja það og kallar hyrnurnar "Hlýja fyrir Sigurhæðir". Hyrnurnar eru til sölu í Listasafninu í Hveragerði og rennur allur ágóði til Sigurhæða.