• Blómin frá Espiflöt

  • Við opnun Sigurhæða

  • Haustkransagerð

  • Gróðursetning í júní

    Viðurkenning frá SIE

    Í tilefni af 100 ára afmæli Soroptimist International hafa Evrópusamtök Soroptimista, SIE, ákveðið að heiðra sérstaklega 100 konur sem í fortíð og nútíð hafa auðgað starf Soroptimista. Hildur Jónsdóttir, sem er systir í Soroptimistaklúbbi Suðurlands, er ein af þeim. Í rökstuðningi SIE er vísað almennt til ferils hennar í hvers konar jafnréttisstarfi og til Sigurhæða sérstaklega. Í viðurkenningarskjalinu segir í íslenskri þýðingu: „Viðurkenningin sem Hildi var veitt, fólst í því að hún var valin sem ein af 100 Soroptimistum í Evrópu, sem hafa unnið á eftirtektarverðan hátt við að styrkja stefnu og framtíðarsýn samtakanna. Störf þessara 100 kvenna hafa skipt miklu máli í lífi kvenna og stúlkna. Sem jafnréttisfulltrúi hjá Reykjavíkurborg vann Hildur ötullega að því að koma á jafnrétti innan vébanda borgarinnar m.a. með því að koma á verkefni um 3ja mánaða launað fæðingarorlof feðra og með því að vinna að fjölgun kvenna í stjórnunarstöðum hjá borginni til jafns við karla. Nú nýverið hefur Hildur átt frumkvæði að og skipulagt verkefnið Sigurhæðir, en hún er jafnframt verkefnisstjóri verkefnisins. Hildur hlaut sérstök viðurkenningarskjöl frá Evrópusamtökum Soroptimista af þessu tilefni“