Tvær nýjar systur

    Tvær nýjar systur hafa gengið til liðs við klúbbinn okkar, þær Elín Björg Jónsdóttir, fyrrverandi formaður BSRB, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sem flutti sig úr klúbbnum í Kópavogi þegar hún flutti til Selfoss. Þær eru hvor um sig öflug viðbót við hópinn og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar í Soroptimistaklúbb Suðurlands. Myndin er tekin þegar Elín Björg var tekin inn í klúbbinn, en Margrét gekk til liðs við hann fyrr á árinu.