Skip to main content
  • Blómin frá Espiflöt

  • Við opnun Sigurhæða

  • Haustkransagerð

  • Gróðursetning í júní

  • Undirritun samnings við Árborg

    Landssambandsfundur á Selfossi 2023

    343127007 934615667692358 3462533291807309953 nLandssambandsfundurinn var haldinn að þessu sinni á Hótel Selfossi. Alls 219 systur úr öllum klúbbum landsins sátu fundinn. Suðurlandssystur buðu kvöldið áður til móttöku í Sumarliðabæ, sem er hestabúgarður í einkaeigu í Rangárvallasýslu. Hjónin sem hann reka sýndu í verki stuðning sinn við Sigurhæðir, verkefni Suðurlandssystra, með því að fella niður húsaleigu fyrir móttökuna. Í Sumarliðabæ buðu systur upp á ýmsar kræsingar og léttvín. Skemmtiatriðin voru tvíþætt, annars vegar riðu þeir Ólafur Ásgeirsson og sonur hans áreynslulaust um svæðið í höllinni á glæsilegum gæðingum. Hins vegar söng Herdís Rútsdóttir nokkur lög við undirspil Alexanders Freys Olgeirssonar. Óhætt er að segja að góð stemning hafi myndast og systur skemmt sér vel saman á glæsilegum hestabúgarði.