Skip to main content
  • Blómin frá Espiflöt

  • Við opnun Sigurhæða

  • Haustkransagerð

  • Gróðursetning í júní

  • Undirritun samnings við Árborg

    Tiltekt við Sigurhæðir

    278569625 10223508197805025 1151795491694142170 nNíu systur og einn eiginmaður mættu í garðinn við Sigurhæðir til að snyrta og taka til í garðinum. Hendur voru látnar standa fram úr ermum og árangurinn kom fljótt í ljós. Eftir vinnu dagsins átti hópurinn svo sannarlega skilið að fá kaffi og gott með því.

    • Created on .

    Systur á Landssambandsfundi 2022

    systur á LandssambandsfundiEllefu systur lögðu land undir fót og tóku þátt í Landssambandsfundinum 2022 á Snæfellsnesi. Fundurinn tókst vel í alla staði og var öll umgjörð og framkvæmd til fyrirmyndar. Á fundinum var ákveðið að Soroptimistaklúbbur Suðurlands myndi halda næsta Landssambandsfund árið 2023.

    • Created on .

    Roðagyllum heiminn

    Gk bakaríSoroptimistasystur á Suðurlandi efndu til fjáröflunar í tilefni af átakinu Roðagyllum heiminn í samstarfi við GK-bakarí á Selfossi og gróðrarstöðina Espiflöt í Bláskógarbyggð. Ungu bakararnir bökuðu gómsætar múffur með appelsínugulu ganache-kremi sem seldar voru þá daga sem átakið stóð yfir, frá 25. nóvember til 10. desember. Þeir feðgar í Espiflöt framleiddu gullfallega roðagyllta blómvendi með rósum og gerberum sem soroptimistasystur seldu. Sigurhæðir, þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, nutu góðs af þessu framtaki.

    • Created on .

    Þrjár nýjar systur

    Á jólafundinum 2021 gengu þær Halldóra Auður Guðmundsdóttir, Jórunn Sigríður Birgisdóttir og Þóra Þórarinsdóttir í Soroptimistaklúbb Suðurlands. Klúbburinn fagnar innkomu þessara öflugu kvenna, sem búa yfir víðtækri reynslu úr atvinnulífinu.

    • Created on .