Skip to main content
  • Blómin frá Espiflöt

  • Við opnun Sigurhæða

  • Haustkransagerð

  • Gróðursetning í júní

  • Undirritun samnings við Árborg

    Í tilefni af 100 ára afmæli Soroptimistaklúbba

    199756202 10221902861632624 7158292329131473770 nÁsabrekkuskógi í Ásahreppi óx fiskur um hrygg 13. júní þegar Soroptimistasystur á Suðurlandi ásamt fylgifiskum gróðursettu þar a.m.k. 150 plöntur til að minnast 100 ára afmælis Soroptimistaklúbba.
    Brynhildur formaður bauð upp á kaffi og með því í skógarrjóðri og síðan var haldið í Vatnsholt þar sem systur héldu sinn vorfund og var endað með því að snæða dýrindis kvöldverð. Fyrsta sinn sem klúbburinn býður mökum að taka þátt og í bíl einnar systurinnar voru allir sammála um mikilvægi þess að þeir viti a.m.k. að þeir búa allir með "systrum".

    • Created on .

    Tvær nýjar systur

    Tvær nýjar systur hafa gengið til liðs við klúbbinn okkar, þær Elín Björg Jónsdóttir, fyrrverandi formaður BSRB, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður, sem flutti sig úr klúbbnum í Kópavogi þegar hún flutti til Selfoss. Þær eru hvor um sig öflug viðbót við hópinn og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar í Soroptimistaklúbb Suðurlands. Myndin er tekin þegar Elín Björg var tekin inn í klúbbinn, en Margrét gekk til liðs við hann fyrr á árinu.

    • Created on .

    Viðurkenning frá SIE

    Í tilefni af 100 ára afmæli Soroptimist International hafa Evrópusamtök Soroptimista, SIE, ákveðið að heiðra sérstaklega 100 konur sem í fortíð og nútíð hafa auðgað starf Soroptimista. Hildur Jónsdóttir, sem er systir í Soroptimistaklúbbi Suðurlands, er ein af þeim. Í rökstuðningi SIE er vísað almennt til ferils hennar í hvers konar jafnréttisstarfi og til Sigurhæða sérstaklega. Í viðurkenningarskjalinu segir í íslenskri þýðingu: „Viðurkenningin sem Hildi var veitt, fólst í því að hún var valin sem ein af 100 Soroptimistum í Evrópu, sem hafa unnið á eftirtektarverðan hátt við að styrkja stefnu og framtíðarsýn samtakanna. Störf þessara 100 kvenna hafa skipt miklu máli í lífi kvenna og stúlkna. Sem jafnréttisfulltrúi hjá Reykjavíkurborg vann Hildur ötullega að því að koma á jafnrétti innan vébanda borgarinnar m.a. með því að koma á verkefni um 3ja mánaða launað fæðingarorlof feðra og með því að vinna að fjölgun kvenna í stjórnunarstöðum hjá borginni til jafns við karla. Nú nýverið hefur Hildur átt frumkvæði að og skipulagt verkefnið Sigurhæðir, en hún er jafnframt verkefnisstjóri verkefnisins. Hildur hlaut sérstök viðurkenningarskjöl frá Evrópusamtökum Soroptimista af þessu tilefni“

    • Created on .

    Hlýja fyrir Sigurhæðir

    Margir hafa sýnt verkefninu okkar Sigurhæðir áhuga þar á meðal er listakonan Þórhildur Laufey Sigurðardóttir, en hún fékk þá snilldarhugmynd að nýta garnafganga sem hún átti og prjóna litlar hyrnur um hálsinn til styrktar einhverju góðu málefni.

    Hún fékk tvær vinkonur sínar í lið með sér, og saman prjónuðu þær 52 hyrnur og skiptu þeim í flokka eftir árstíðum og kalla þetta Hlýju, og er hver hyrna númeruð. Þegar hún frétti af þessu verkefni ákvað hún að styðja það og kallar hyrnurnar "Hlýja fyrir Sigurhæðir". Hyrnurnar eru til sölu í Listasafninu í Hveragerði og rennur allur ágóði til Sigurhæða.

    • Created on .