• Í berjamó

  • Vígsla á bekk

  • Búðaverkefni 2016

    Búðaverkefni 2017

    snaefellsnesStrandhreinsun við Búðir 2017
    Í vikunni fór fram, í 9.skiptið, árleg sögu og hreinsunarferð á Búðum. Það er Sorpotimistaklúbbur Snæfellsness, Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Grunnskóli Snæfellsbæjar (8. bekkur og starfsfólk) auk starfsfólks Hótel Búða sem stendur fyrir verkefninu.

    Gengið var frá Búðakirkju, að Frambúðum og eftir ströndinni til baka. Í þetta sinn tókum við þátt í samnorrænu strandhreinsiverkefni, flokkuðum ruslið eftir kúnstarinnar reglum og komum því eins og hægt er í endurvinnslu. Mikið var rætt um uppruna þess sem við fundum og hvernig væri hægt að losna við plast úr hafinu. Eins voru rifjaðar upp sögur af svæðinu en af nógu er að taka varðandi náttúru og menningararf. Að loknu vel unnu verki fékk hópurinn hressingu á Hótel Búðum og hélt svo heim á leið.