Skip to main content

Nemendur í ME heiðraðir

Soroptimistaklúbbur Austurlands veitti tveim nýstúdentum frá ME viðurkenningu. Hér sést formaðurinn okkar hún Bára Mjöll ásamt stúlkunum tveim.

Brot úr ræðu Báru Mjallar:

Soroptimistar eru alþjóðleg kvennasamtök sem hafa það að markmiði að styrkja og efla konur og stúlkur. Við viljum því veita tveimur nýstúdínum hér í dag hvatningarverðlaun fyrir góðan árangur í námi, þrátt fyrir að leiðin hafi ekki alltaf verið bein og greið. Við viljum hvetja þær til að halda ótrauðar áfram á sinni braut - en í raun eru þær hvatning fyrir okkur öll hin: Janet Nicole Reynisdóttir og Laura Grazyna Stencel, má ég biðja ykkur að koma hingað upp og taka á móti verðlaununum sem er bókin Íslenskt prjón eftir Hélène Magnússon. Til hamingju.