Skip to main content

Handverkskonur í Sierra Leone.

Soroptimistaklúbbur Árbæjar hefur undanfarin 2 ár stutt við handverks konur í Sierra Leone. Þær hafa gert það á þann hátt að kaupa af þeim handgerðar töskur og skartgripi og selt öðrum systrum á Íslandi. Konurnar hafa nýtt þessi nýju viðskipti með því t.d. að kaupa sér saumavél, yfirleitt fótsnúna því rafmagn er af skornum skammti, menntað börnin sín og notið þess að hanna nýjar vörur fyrir okkur.

Nýjasta afurðin í ár eru grímurnar. Það er hún Martha, 26 ára, ein af 11 systkinum, sem hannaði og saumaði grímurnar. Fyrstu grímurnar voru saumaðar í höndunum en eftir fyrstu pöntun gat hún keypt sér saumavél. Martha deilir herbergi með 4 öðrum saumakonum og -manni. Martha getur nú í fyrsta sinn stutt 2 bræður sína til mennta og hefur hún sett sér það markmið að styðja öll systkini sín svo þau fái tækifæri til að komast í skóla. Einnig hefur hún áform um að leigja sitt eigið húsnæði til að vinna í.

Martha

Klúbburinn í Árbæ er stoltur af þessu verkefni og viljum við hvetja aðrar systur til að skoða vörurnar okkar frá Sierra Leone á heimasíðunni okkar. Við sendum hvert á land sem er. Allur ágóði sölunnar fer í að styrkja systur okkar í Afríku.

Guðrún Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri