Skip to main content

Aðalfundur október 2020 - fjarfundur.

Aðalfundur var haldinn með óvenjulegu sniði í ár, en vegna Covid19 þá var ákveðið að halda fundinn að hluta til sem fjarfund vegna 20 manna samkomubanns. 28 systur mættu á fundinn en af þeim voru 14 á fjarfundi. Þar sem Zoom aðgangur SIÍ var frátekinn var ákveðið  að nota s.k. Herbergi á Fésbókinni (e. Room) þar sem Margrét Elísabet bjó til "herbergi" og allir gátu tengst þangað. Það gekk ótrúlega vel þó margar væru á fjarfundi í fyrsta sinn og við lærðum líka heilmikið á þessu en nú ættu allar að vita hvar "mute"-takkinn er ;) 

adalfundur1 

  adalfundur5 adalfundur2

Eftir hefðbundna byrjun á fundi var ný systir tekin inn í klúbbinn, Margrét Fjóla Guðmundsdóttir, og bjóðum við hana hjartanlega velkomna.

kertastjakinn  ny systir okt 2020

Kristjana Jónsdóttir var kosin fundarstjóri og stýrði hún aðalfundinum með glæsibrag. Skýrslur formanns, gjaldkera og verkefnastjóra voru kynntar og samþykktar og svo myndaðist umræða um skemmtisjóð okkar systra og í hvað hann ætti að fara. Það verður rætt frekar á næsta fundi.

adalfundur4 skyrsla verkefnastjora

Valborg ætlar að láta vita af okkur hjá blómabændum en fram undan er verkefnið "Roðagyllum heiminn" þar sem við ætlum að selja appelsínugular rósir og svo verður túlípanasala fyrir jólin.