Skip to main content

Gengið gegn kynbundnu ofbeldi

orange1Í gær, 25. nóvember 2018, efndum við í Soroptimistaklúbbi Austurlands til göngu gegn kynbundnu ofbeldi.  Gangan fór fram á Seyðisfirði og var gengið frá Bláu kirkjunni, (sem er lýst með appelsínugulum ljósum þessa 10 daga) og að Skaftfelli þar sem okkar beið kaka og heitir drykkir í boði Skaftfells og Fellabakarís.

Við höfðum einnig verið í Bónus og Nettó á laugardaginn, gefið fólki mandarínur og afhent dreifibréf.

Við söfnuðumst saman við kirkjuna, blésum upp blöðrur og kveiktum á kyndlum.  Þorbjörg formaður flutti ávarp sem lesa má hér og síðan lagði hópurinn af stað.  Okkur taldist til að nálægt 50 manns hefði tekið þátt í göngunni.

Veðrið var fallegt en frekar kalt svo gott var að fá heitt kakó eða kaffi þegar í hús var komið.

Á leiðinni til baka yfir Fjarðarheiðina skartaði Snæfellið svo appelsínugulu himinsjali - tók undir með málstaðnum, viljum við meina.

Hér má sjá fleiri myndir.