Fundur haldinn á Reyðarfirði

Miðvrf fundurikudaginn 8. maí sl. héldum við fundinn okkar á Reyðarfirði og buðum konum í Fjarðabyggð að sitja hann með okkur.  Stefnt er að stofnun nýs klúbbs í Fjarðabyggð og var þetta liður í kynningarstarfinu.

Okkur til mikillar ánægju mættu milli  15 og 20 konur, undirtektir voru góðar og áhuginn virtist mikill. 

Við höldum þessu starfi áfram og vonandi líður ekki á löngu þar til klúbburinn verður formlega stofnaður.