Skip to main content

Haustfundur á Borgarfirði

ola toffariBorgarfjarðarkonur tóku vel á móti okkur á septemberfundinum. Sveitarstjórinn sýndi okkur þjónustuhús í smíðum, við fengum ljúffengan forrétt framreiddan við Hafnahólma og indælis mat á fundarstaðnum í  Fjarðarborg. Þar hlustuðum við á áhugavert erindi hjá Öldu Marín Kristinsdóttur um verkefni Brothættra byggða.  Við Héraðs- og Seyðisfjarðarkonur fengum að prófa nýklæddan veginn um Njarðvíkurskriður og eggjagrjótið í Vatnsskarðinu. Begga sýndi hæfni sína í að skipta um dekk í myrkri en Óla brunaði þetta fram og tilbaka á mótorhjólinu.

Á fundinum var lagt fram verkefnaplan fyrir veturinn.