Skip to main content

Aðalfundur í kófinu

stjorn2020Aðalfundurinn var haldinn í Hlymsdölum þann 7. október sl.  Planið var að hafa val um hvort konur mættu á staðinn, svo lengi sem þær yrðu ekki fleiri en 20,  eða væru á Zoom.  Því miður voru einhverjir hnökrar á internetsambandinu, þannig að þær sem ætluðu að vera í fjarfundi misstu að mestu af fundinum.  Þrátt fyrir það var hann löglegur og við náðum að klára öll lögbundin aðalfundarstörf og stjórnarskipti.  Við tökum meira að segja inn nýja systur, Guðný Önnu Ríkharðsdóttur.

Nýja stjórnin stillti sér upp til myndatöku með 2 metra regluna í huga.