Skip to main content
  • Haustfundur 2019

  • Við Húnaflóa

  • Inntaka nýrra systra

  • Inntaka nýrra systra

  • Siglufjörður mái 2019

  • 2019 Júnígangan

  • Haustfundur 2019

  • Title

  • Haustfundur 2019

  • Roðagyllum heiminn

    Jólafundur á Hótel Laugarbakka

    Vel heppnaður hátíðarfundur var haldinn 9. desember. Þar voru einnig teknar inn tvær nýjar systur. 

    Jólafundur 2021a

    Continue reading

    Aðalfundurinn haldinn á vefnum í október 2020

     

    121677766 10223576956720585 8112348736885001085 o  Tuttugu og tvær systur mættu á aðalfund Við Húnaflóa sem haldinn var á veraldarvefnum í umsjón Guðrúnar Láru Magnúsdóttur frú forseta. 

    Helga Hreiðars var fundarstjóri og Bryndís Valbjarnardóttir ritaði sína síðustu fundargerð í stjórn að þessu sinni. 

    Fram fór venjuleg aðalfundarstörf og þökkum við fyrri stjórn fyrir góð störf og bjóðum nýja stjórn velkomna til starfa. Sama gildir um önnur störf og nefndir, þökkum við þeim sem láta af störfum og bjóðum þeim sem taka við velkomna.

    Berglind flutti skýrslu formanns, Guðný gerði grein fyrir ársreikningi og Ragna flutti skýrslu verkefnastjóra.

    Ákveðið var að fresta verkefni okkar Stelpur geta allt um ár vegna ástandsins í þjóðfélaginu sem stafar af smitum covid-veirunnar sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, en kennari á námskeiðinu Kristín Tómasdóttir býr þar og er því ekki æskilegt að hún fari út á land samkvæmt sóttvarnarlækni. Á áætlun er að bjóða tveimur árgöngum stúlkna að sitja námskeiðið að ári í stað þess sem fellur niður nú.

    Fundarformið gekk ótrúlega vel, ekki er vitað hvort veitingar hafa verið á boðstólum hjá hverri systur, en allar kveiktu á kertum, fóru með markmið og hvatningu eins og venja er.

     

    Nýr formaður

    Nýi formaðurinnÁ fyrsta fundi ársins 2019-20 urðu formannaskipti í klúbbnum þar sem M. Berglind Björnsdóttir tók við sem formaður af Helgu Hreiðarsdóttur. Um leið og við þökkum Helgu fyrir vel unnin störf óskum við Berglindi til hamingju með nýja titilinn og óskum henni velfarnaðar í nýrri stöðu.

    Stjórnarfundur í samkomubanni

    Stjórnarfundur í samkomubanni

    Stjórnarfundur Soroptimistaklúbbsins Við Húnaflóa var haldinn með notkun samfélagsmiðla.

    Berglind Björnsdóttir formaður boðaði til stjórnarfundar gengnum facemessage vegna samkomubanns sem stjórnvöld boðuðu vegna heimsfaraldurs covid-19 veiru.

    Covid-19 veirufaraldurinn hefur haft djúpstæð áhrif á starf okkar Við Húnaflóa eins og annarra Íslendinga sem aðra jarðarbúa í mars og apríl 2020. Klúbburinn hefur ekki getað haldið mánaðarlega fundi klúbbsins síðan í janúar því febrúarfundurinn féll niður vegna veðurs, en þó náðist að halda fámennann marsfund.

    Til stóð að halda fræðslufund á Skagaströnd fimmtudaginn 12. mars þar sem heilsufræðingurinn og markþjálfinn Matti Ósvald Stefánsson ætlaði að fjalla um hvaðan heilbrigt og sterkt sjálfstraust kæmi og að velja  velja «jákvæðni» fram yfir «neikvæðni» til að bæta heilsuna. Stjórnvöld voru í ákvarðanaferli um að koma á samkomubanni og varð það niðurstaða klúbbsystra að sýna ábirga hegðun og fresta framangreindum fyrirlestri þó búið væri að auglýsa atburðinn. Samkomubann var svo sett á daginn eftir eða 13. mars. Búast má við áframhaldandi truflunum á venjulegu klúbbastarfi fram í júní.

    Að sama skapi hefur ekki verið hægt að halda stjórnarfundi en mikilvægt var að kjósa systur í embætti fyrir næsta starfsár og brá þá Berglind á það ráð að halda stjórnarfund gegnum samfélagsmiðilinn facebook. Gekk fundurinn vel og mættu allar stjórnarkonur og fulltrúar á fundinn.