Skip to main content
  • Sá litli á Breiðinni

  • Stjórn 2018-2019

  • Fjör á fundi

  • Langisandur

    Vorferð Akranesklúbbsins 2017

    Soroptimistaklúbbur Akraness fór í sína árlegu vorferð 10. júní s.l. og í þetta sinn lá leiðin austur fyrir fjall. Á leiðinni fór formaður yfir helstu frétttir af fjáröflun og undirbúningi landsambandsfundar og sagði sögur af merkum konum og fjölkunnugum karli frá svæðinu. Á kaffihúsinu fallega, Hendur í Höfn, var tekið á móti okkur með kaffi, góðu meðlæti og skemmtilegri frásögn af tilurð kaffihússins og galleríinu sem það tengist.

    Mynd A Hendur i Hofn

    Síðan var haldið til Stokkseyrar þar sem nokkrar systur skelltu sér í kajakferð en meirihluti hópsins fór í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar þar sem Júlíus sonur hans sagði okkur frá orgelsmíði föðursins. Ákaflega áhugavert og ekki skemmdi fyrir þegar Júlíus og Myrra kona hans sungu fyrir okkur og spiluðu. Myrra er einnig listamaður og vert að skoða betur munina hennar á fjadrafok.com.
    Á Stokkseyri skoðuðum við einnig handverksbúðina Gallerí Gimli, þar sem ein af systrum okkar, Katrín Ósk Þorgeirsdóttir Suðurlandsklúbbi, á muni, og síðan var skálað við sjávarsíðuna undir berum himni í bleikrauðum veigum.

    Mynd C Skalad
    Næsta stopp var í Flóanum á bænum Forsæti þar sem hjónin Ólafur Sigurjónsson og Bergþóra reka listasafnið Tré og list. Þar eru listaverk eftir Ólaf sjálfan og listakonuna Siggu á Grund.

     Mynd D Tre og List

    Síðasti viðkomustaður ferðarinnar var veitingastaðurinn Mika í Reykholti. Þar höfðum við pantað fisk dagsins eða pizzuhlaðborð, eftir því sem hver vildi, og vorum við allar mjög ánægðar með matinn. Eftir matinn var haldið heim, Dúfa sagði brandara á heiðum og rútan skilaði okkur á planið við Skútuna hressum og kátum (kannski aðeins bílveikum sumum) um hálf-níu leytið.