Skip to main content
  • Sá litli á Breiðinni

  • Stjórn 2018-2019

  • Fjör á fundi

  • Langisandur

    Fréttir af Akranesi sumarið 2019

    Helstu tíðindi af Akranessystrum eru þau að farið var í vorferð um Kjósina, sem eru mínir heimahagar og fékk ég það eðla hlutverk að segja frá því sem fyrir augun bar. Byrjuðum í bjórsmakki á Kalastöðum og enduðum í vöfflukaffi hjá þeim kjarnakonum sem voru að undirbúa Vindáshlíð fyrir komu ungra stúlkna sem margar hverjar eru að stíga þarna mörg hugrekkis og gleðiskref, kynnast öðrum stelpum, sofa að heiman og eflast af ráðum og dáð. Lilja Guðlaugs systir okkar var þarna mörg sumur þannig að hún tók að sér að rifja upp sögu þessa framtaks KFUK, sem unnið var mikið í sjálfboðavinnu.

     Soro vorferd 2019 4             Soro vorferd 2019 3            Soro vorferd 1 2019

    Lokahnykkur þessa starfsárs er svo í höndum verkefnastjóranna okkar, sem eru að vinna í því að við styrkjum tvær stúlkur í Malaví til náms í kennarafræðum. Þetta er gert með dyggri aðstoð Kristjönu verkefnastjóra á Þróunarsviði Utanríkisráðuneytisins í Malaví. Fyrr í vor voru öllum heimilum í Kankhande þorpinu „okkar“ í Mangochi héraði í Malaví færðar orkusparandi og umhverfisvænni hlóðir að gjöf frá okkur, en um 270 heimili var að ræða.

    Hlóðir 4

    Á heimavettvangi fékk stúlka í Fjölbrautarskóla Vesturlands bókaverðlaun fyrir árangur í náttúrufræði og við ákváðum líka að stuðla að lýðheilsu með því að gefa bekk til að setja við göngustíg við Langasand. Þar er líka um boðun að ræða þar sem bekkurinn verður merktur okkur.

    Sigríður Gísladóttir, varaformaður Akranessklúbbs.