
Hreinsunardagar í KMA
Eitt af vorverkum okkar er að þrífa Kirkjumiðstöðina á Eiðum utan sem innan. Í ár dugðu ekki minna en tveir dagar og samtals um 60 vinnustundir í verkið.
Eitt af vorverkum okkar er að þrífa Kirkjumiðstöðina á Eiðum utan sem innan. Í ár dugðu ekki minna en tveir dagar og samtals um 60 vinnustundir í verkið.
Á aprílfundinum okkar bættust tvær nýjar systur í hópinn, þær Hildur Þórisdóttir sem býr á Seyðisfirði og Einfríður Árnadóttir sem býr á Borgarfirði eystra.
Velkomnar í hópinn !
Eitt af verkefnum okkar er að styðja grunn- og leikskóla með ýmsum hætti.
Fyrir nokkrum árum gáfum við Egilsstaðaskóla og Grunnskóla Seyðisfjarðar svokallaða CAT kassa, en þeir eru verkfæri sem auðvelda samskipti við börn.
Nýverið pöntuðum við 3 nýja kassa og afhentum þá í Brúarásskóla, Fellaskóla og Leikskólann Tjarnarskóg á Egilsstöðum.
Tvær af systrum okkar starfa í Brúarásskóla og tóku við kassanum þangað á síðasta fundi.
Á myndinni má sjá Kristínu Högnadóttur, Guðnýju Ríkharðsdóttur, Þorbjörgu Gunnarsdóttur og Þorbjörgu Garðarsdóttur með einn "kassann".
Á klúbbfundi 1. mars sl. voru tvær nýjar systur teknar inn í klúbbinn okkar.
Þær heita Guðný Sigrún Baldursdóttir leikskólaliði, búsett í Fellabæ og Kristín Högnadóttir kynjafræðingur, búsett á Egilsstöðum.
Það er alltaf ánægjulegt að fá nýjar konur í klúbbinn og bjóðum við þær stöllur hjartanlega velkomnar.
Með þeim á myndinni er formaðurinn okkar, Kristjana Björnsdóttir.