• Útskriftarverðlaun

 • Könglaklenging

 • Sundlaugarlyftan

 • Plöntuflokkun

 • Bifröst

  Stekkjastaur og Terrella

  kula2018Félagar í Soroptimistaklúbbi Austurlands selja kærleikskúlu og jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

  Kærleikskúlan 2018 - Terrella er eftir Elínu Hansdóttur - verð á henni er kr. 4900.-

  Jólaórói 2018 Stekkjastaur er hannaður af Dögg Guðmundsdóttur -  verð á honum 3.500 kr.

  Við verðum að selja hana í Nettó á Egilstöðum og Samkaup á Seyðisfirði frá 6. desember. Einnig á markaði Barra 15. desember frá 1 1:00 – 16:00 og í Hár.is í Fellabæ.

  Þúsund krónur af andvirði hvers munar sem hér selst verður varið til að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna á Austurlandi.

  Ef þið viljið panta kúlu eða óróa, sendið okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  Gengið gegn kynbundnu ofbeldi

  orange1Í gær, 25. nóvember 2018, efndum við í Soroptimistaklúbbi Austurlands til göngu gegn kynbundnu ofbeldi.  Gangan fór fram á Seyðisfirði og var gengið frá Bláu kirkjunni, (sem er lýst með appelsínugulum ljósum þessa 10 daga) og að Skaftfelli þar sem okkar beið kaka og heitir drykkir í boði Skaftfells og Fellabakarís.

  Við höfðum einnig verið í Bónus og Nettó á laugardaginn, gefið fólki mandarínur og afhent dreifibréf.

  Við söfnuðumst saman við kirkjuna, blésum upp blöðrur og kveiktum á kyndlum.  Þorbjörg formaður flutti ávarp sem lesa má hér og síðan lagði hópurinn af stað.  Okkur taldist til að nálægt 50 manns hefði tekið þátt í göngunni.

  Veðrið var fallegt en frekar kalt svo gott var að fá heitt kakó eða kaffi þegar í hús var komið.

  Á leiðinni til baka yfir Fjarðarheiðina skartaði Snæfellið svo appelsínugulu himinsjali - tók undir með málstaðnum, viljum við meina.

  Hér má sjá fleiri myndir.

  Kvennathvarfið - styrkur til byggingar húsnæðis

  kvennaathvarfFöstudaginn 2. nóvember 2018 heimsóttu 3 systur úr Austurlandsklúbbi Kvennaathvarfið í Reykjavík og afhentu þeim styrk að upphæð 450.000 kr.  Stærsti hluti upphæðarinnar safnaðist á haustfundinum á Laugarbakka fyrstu helgina í október.

  Vinningarnir voru allir gefnir af fyrirtækjum og einstaklingum á Austurlandi og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

  Umfjöllun um afhendingu lyftunnar á Austurfrétt

  Fanney600Stólalyfta, gefin af Soroptimistaklúbbi Austurlands, var tekin í notkun í sundlauginni á Egilsstöðum á miðvikudag. Lyftan auðveldar mjög aðgengi fatlaðra að lauginni.

  „Lyftan skiptir öllu máli fyrir fatlaða gesti sundlaugarinnar. Það er skábraut ofan í sundlaugina sjálfa en aðgengi að heitu pottunum hefur verið nánast ómögulegt nema með handafli.
  Það skiptir líka máli á góðviðrisdögum að geta boðið fötluðum að vera í busllauginni,“ segir Karen Erla Erlingsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

  Lyftan er færanleg og getur ýmist verið við pottana eða horni við busllaug og sundlaug. Sá sem notar lyftuna sest í stól og er síðan hífður ofan í af starfsmanni eða stýrir lyftunni sjálfur.

  Continue reading

  Kvöldstund með Ragnhildi

  RVrv2Þann 14. Þ.m. fékk Soroptimistaklúbbur Austurlands Ragnhildi Vigfúsdóttur, markþjálfa, til þess að ræða við okkur systur og gesti okkar um mikilvægi þess að hugsa jákvætt og nýta styrkleikana.

  UN Women gangan

  UNW2Hér eru nokkrar myndir frá göngunni okkar í gær. Þetta var fámennur en góður hópur. 7 systur og 10 gestir. Við gengum frá kirkjunni yfir í Tjarnabrautina og niður Fagradalsbraut að Gistihúsinu. Við vöktum athygli. Það sást hvernig framhjá keyrandi bilar sneri við andlitum og spekuleraði hvaða hópur þetta nú væri Ég vil þakka þær systur sem mættu því ég hafði á tímabili verulega áhyggjur á að ég yrði ein í þessari göngu sem yrðu klúbbnum okkar mikið til skammar en svo varð ekki sem betur fer. Eins og sést á myndunum þá skartaði himininn einn af sínum fegursta appelsínugula lit.