• Útskriftarverðlaun

 • Könglaklenging

 • Sundlaugarlyftan

 • Plöntuflokkun

  Haustfundur á Borgarfirði

  ola toffariBorgarfjarðarkonur tóku vel á móti okkur á septemberfundinum. Sveitarstjórinn sýndi okkur þjónustuhús í smíðum, við fengum ljúffengan forrétt framreiddan við Hafnahólma og indælis mat á fundarstaðnum í  Fjarðarborg. Þar hlustuðum við á áhugavert erindi hjá Öldu Marín Kristinsdóttur um verkefni Brothættra byggða.  Við Héraðs- og Seyðisfjarðarkonur fengum að prófa nýklæddan veginn um Njarðvíkurskriður og eggjagrjótið í Vatnsskarðinu. Begga sýndi hæfni sína í að skipta um dekk í myrkri en Óla brunaði þetta fram og tilbaka á mótorhjólinu.

  Á fundinum var lagt fram verkefnaplan fyrir veturinn.

  Vorfundur á Seyðisfirði

  juni2019Miðvikudaginn 29. maí síðastliðinn hittust systur á Kaffi Láru á Seyðisfirði á síðasta fundi vetrarins. Systur gæddu sér ýmist á rauðrófuborgara eða venjulegum hamborgara og fengu súkkulaðiköku í eftirrétt. Á fundinum sagði Rannveig Þórhallsdóttir frá rannsóknum sem hún hefur unnið að á fjallkonunni sem fannst við Vestdalsvatn á Vestdalsheiði árið 2004 og var það mjög áhugavert.

  Hér má lesa MA ritgerð Rannveigar

  Bókamarkaðurinn

  57133814 10217918059610795 6577997835529093120 oÍ vetur bauðst okkur tækifæri til að afla fjár með því að setja upp og taka niður Bókamarkaðinn, fyrst á Glerártorgi á Akureyri og svo hér á Egilsstöðum.  Er skemmst frá því að segja að þessi vinna gekk vel, mjög margar systur tóku þátt í vinnunni og verkefnasjóðurinn efldist duglega.

  Fundur haldinn á Reyðarfirði

  Miðvrf fundurikudaginn 8. maí sl. héldum við fundinn okkar á Reyðarfirði og buðum konum í Fjarðabyggð að sitja hann með okkur.  Stefnt er að stofnun nýs klúbbs í Fjarðabyggð og var þetta liður í kynningarstarfinu.

  Okkur til mikillar ánægju mættu milli  15 og 20 konur, undirtektir voru góðar og áhuginn virtist mikill. 

  Við höldum þessu starfi áfram og vonandi líður ekki á löngu þar til klúbburinn verður formlega stofnaður.