• Útskriftarverðlaun

 • Könglaklenging

 • Sundlaugarlyftan

 • Plöntuflokkun

  Jóhanna Sigmars heiðurfélagi

  johisigmÁ fundi Soroptimistaklúbbs Austurlands þann 03. apríl s.l. var Jóhanna I. Sigmarsdóttir gerð að heiðursfélaga klúbbsins. Jóhanna var aðalhvatamaður að stofnun klúbbsins á sínum tíma en hann var formlega stofnaður 6. september 2003.  Undirbúningur var búinn að eiga sér stað í langan tíma undir stjórn Jóhönnu og samkvæmt fundargerðum höfðu verið haldnir 14 fundir fyrir sjálfan stofnfundinn.

   

   sjoh ra thoJóhanna var fyrsti formaðurinn og hefur síðan gegnt ótal störfum fyrir klúbbinn bæði í stjórn og öðrum embættum, einnig hefur hún setið í stjórn Soroptimistasambands Íslands. Með þessu vill Soroptimistaklúbbur Austurlands sýna henni smá þakklætisvott fyrir hennar góða starf fyrir klúbbinn.

   

  Með Jóhönnu á myndinni eru Þorbjörg Garðarsdóttir formaður og Rannveig Árnadóttir.

  Afhending bóka

  FB IMG 15514601156881000fyrstu 40

  Soroptimistaklúbbur Austurlands afhenti þann 27. febrúar Mæðra- og ungbarnavernd HSA á Egilsstöðum 40 eintök af bókinni “1000 fyrstu dagarnir, barn verður til” eftir Sæunni Kjartansdóttur.  Ljósmæðurnar Ragnhildur Indriðadóttir og Gunnþóra Snæþórsdóttur veittu bókunum viðtöku. Bækurnar eru gjöf til þeirra sem eru að verða foreldrar í fyrsta sinn og að sögn ljósmæðranna er þeim mjög vel tekið. Soroptimistaklúbbur Austurlands hefur áður gefið Mæðra- og ungbarnavernd HSA á starfssvæði klúbbsins 50 eintök af bókinni og mun líklega halda áfram með þetta verðuga verkefni. 

  Gengið gegn kynbundnu ofbeldi

  orange1Í gær, 25. nóvember 2018, efndum við í Soroptimistaklúbbi Austurlands til göngu gegn kynbundnu ofbeldi.  Gangan fór fram á Seyðisfirði og var gengið frá Bláu kirkjunni, (sem er lýst með appelsínugulum ljósum þessa 10 daga) og að Skaftfelli þar sem okkar beið kaka og heitir drykkir í boði Skaftfells og Fellabakarís.

  Við höfðum einnig verið í Bónus og Nettó á laugardaginn, gefið fólki mandarínur og afhent dreifibréf.

  Við söfnuðumst saman við kirkjuna, blésum upp blöðrur og kveiktum á kyndlum.  Þorbjörg formaður flutti ávarp sem lesa má hér og síðan lagði hópurinn af stað.  Okkur taldist til að nálægt 50 manns hefði tekið þátt í göngunni.

  Veðrið var fallegt en frekar kalt svo gott var að fá heitt kakó eða kaffi þegar í hús var komið.

  Á leiðinni til baka yfir Fjarðarheiðina skartaði Snæfellið svo appelsínugulu himinsjali - tók undir með málstaðnum, viljum við meina.

  Hér má sjá fleiri myndir.

  Kvennathvarfið - styrkur til byggingar húsnæðis

  kvennaathvarfFöstudaginn 2. nóvember 2018 heimsóttu 3 systur úr Austurlandsklúbbi Kvennaathvarfið í Reykjavík og afhentu þeim styrk að upphæð 450.000 kr.  Stærsti hluti upphæðarinnar safnaðist á haustfundinum á Laugarbakka fyrstu helgina í október.

  Vinningarnir voru allir gefnir af fyrirtækjum og einstaklingum á Austurlandi og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

  Umfjöllun um afhendingu lyftunnar á Austurfrétt

  Fanney600Stólalyfta, gefin af Soroptimistaklúbbi Austurlands, var tekin í notkun í sundlauginni á Egilsstöðum á miðvikudag. Lyftan auðveldar mjög aðgengi fatlaðra að lauginni.

  „Lyftan skiptir öllu máli fyrir fatlaða gesti sundlaugarinnar. Það er skábraut ofan í sundlaugina sjálfa en aðgengi að heitu pottunum hefur verið nánast ómögulegt nema með handafli.
  Það skiptir líka máli á góðviðrisdögum að geta boðið fötluðum að vera í busllauginni,“ segir Karen Erla Erlingsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.

  Lyftan er færanleg og getur ýmist verið við pottana eða horni við busllaug og sundlaug. Sá sem notar lyftuna sest í stól og er síðan hífður ofan í af starfsmanni eða stýrir lyftunni sjálfur.

  Continue reading

  Kvöldstund með Ragnhildi

  RVrv2Þann 14. Þ.m. fékk Soroptimistaklúbbur Austurlands Ragnhildi Vigfúsdóttur, markþjálfa, til þess að ræða við okkur systur og gesti okkar um mikilvægi þess að hugsa jákvætt og nýta styrkleikana.

  More Articles ...

  • 1
  • 2