• Vorferð 2019

 • Vorferð 2019

 • Stofnfélagar

  Þrjár nýjar systur teknar inn í klúbbinn

  Inntaka nýrra systra

  Þrjár nýjar systur voru teknar inn í klúbbinn á septemberfundinum sem haldinn var á Réttinum 14. september sl. Það er ánægjulegt að fá fleiri kraftmiklar konur í klúbbinn og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar. 

  Nýju systurnar heita Kristín Ósk Wium Hjartardóttir, Sigrún Björgvinsdóttir og Díana Hilmarsdóttir sem hér eru taldar frá vinstri ásamt Svanhildi Eiríksdóttur formanni Keflavíkurklúbbs.

  Framtíðar soroptimistar?

  Gróðursetning á afmælisdegi klúbbsins

   Soroptimistaklúbbur Keflavíkur gróðursetti á stofndegi klúbbsins 5. júní sl. alls 100 tré í Njarðvíkurskógum í tilefni af 100 ára afmæli Soroptimista. Klúbburinn er fyrstur félagasamtaka til þess  að fá úthlutað reit í skóginum til gróðursetningar, að sögn Berglindar Ásgeirsdóttur skrúðgarðyrkjumeistara hjá Reykjanesbæ en uppbygging skógarins hefur verið í höndum Reykjanesbæjar og Skógræktarfélags Suðurnesja, sem eru samstarfsaðilar Soroptimistaklúbbs Keflavíkur við gróðursetninguna. Auk uppgræðslu gróðurs hafa útvistar- og leiksvæði verið gerð í skóginum ásamt gróðurkössum þar sem íbúum gefst kostur á að rækta eigin matjurtir. Fleiri félagasamtök hafa líst áhuga á að gróðursetja í Njarðvíkurskógum.

  Eitt af verkefnasviðum Soroptimista eru umhverfismál og líkt og hjá systrum í Kaliforníu , sem nú fagna 100 ára afmæli, hefur gróðurrækt verið áberandi í starfsemi klúbbanna. .Systur í Keflavíkurklúbbi hafa lengi gróðursett í lundi við Voga en nú var kveðið að færa sig um set í Njarðvíkurskóga og taka þátt í uppbyggingu þar. Með gróðursetningunni vilja Keflavíkursystur ekki aðeins minnast tímamótanna í starfsemi Soroptimista heldur taka þátt í uppbyggingu skóglendis og grænna svæða í nærsamfélaginu  sem er ekki síður mikilvæg fyrir kolefnisbindingu í nálægð við alþjóðaflugvöll.

  Gróðursetn3 1210x1613