Skip to main content
  • Vorferð 2019

  • Vorferð 2019

  • Stofnfélagar

    Soroptimistaklúbbur Keflavíkur

    Soroptimistaklúbbur Keflavíkur var stofnaður 5. júní árið 1975. Í klúbbnum eru 41 systir sem gerir hann einn af stærstu klúbbum landsins. Mikil fjölgun ungra kvenna hefur verið í klúbbnum á undanförnum árum, en að auki eru þrír stofnfélagar enn í klúbbnum. Heiðursfélagar eru þrjár systur.

    Systur héldu upp á 40 ára afmæli klúbbsins með heimsókn á Bessastaði þann 5. júní árið 2015. Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff tóku vel á móti systrum og þær færðu forsetanum táknræna gjöf, Skóla í kassa fyrir 40 börn en gjöfin er bæði táknræn fyrir starfsárafjölda klúbbsins og það mannúðarstarf sem klúbburinn sinnir. Skóli í kassa er ein af sönnum gjöfum Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og gerir börnum kleift að halda skólagöngu sinni áfram við neyðaraðstæður.

    Keflavíkurklúbburinn hefur stutt ákveðin verkefni í heimabyggð sérstaklega. Má þar nefna Björgina, Geðræktarmiðstöð Suðurnesja, Öspina, sérdeild fyrir fatlaða nemendur og Velferðarsjóð Keflavíkurkirkju. Auk þess tekur klúbburinn reglulega þátt í samstarfsverkefnum Soroptimistasambandsins.