Skip to main content
  • Skagafjörður

  • Lýtingsstaðir

  • Sauðárkrókur

    Haustfundur 2019 á Laugabakka

    Í blíðskaparveðri á laugardagsmorgni lögðu 3 Skagafjarðarsystur, Herdís, Helga og Lilja, land undir fót og brunuðu af stað á Laugabakka. Framundan var pakkaður dagur af áhugaverði dagskrá ásamt samveru 150 systra víðsvegar af landinu, því var ekki skrýtið að þær voru fullar tilhlökkunar og þögnuðu ekki alla leiðina, eða við skulum gefa okkur að það hafi verið ástæða málflaumsins.

    Ingibjörg Landsambandsforseti setti fundinn og viðtók afar fróðlegur dagur og skemmtileg hópavinna sem dýpkar starf okkar systra. 

    Eftir góða vinnu og mismikla kaffidrykkju slökuðu systur á fyrir væntanlegan kvöldverð og vorum við svo lukkulegar að galleríið Babúska á Hvammstanga var opið fyrir okkur. Það var virkilega skemmtilegt að líta þar inn og fórum við allar ríkari listmunum heim.

    Kvöldverðurinn einkenndist af gleði og söng, skemmtiatriðum systra alls staðar af landinu og ljúffengum mat og drykk sem rann ljúflega niður. Þökkum við fyrir dásamlega samveru og systraþel.