Skip to main content
 • Skagafjörður

 • Lýtingsstaðir

 • Sauðárkrókur

  Roðagyllum heiminn - vitundarvakning gegn kynbundnu ofbeldi

  soroptimist frettatilkynning

  Alþjóðasamband Soroptimista hefur barist gegn kynbundnu ofbeldi í áratugi og boðar til 16 daga vitundarvakningar gegn ofbeldi 25. nóvember til 10. desember, en Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 25. nóvember dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundis ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn því. Þessu sérstaka átaki lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10. desember, sem jafnframt er alþjóðlegur dagur Soroptimista.

  Ýmis samtök, fyrirtæki og einstaklingar um allan heim hvetja til afnáms ofbeldis gegn konum og stúlkum.

  Enn þann dag í dag er langt í land en 35% allra kvenna í heiminum munu upplifa ofbeldi. Á sumum svæðum allt að 7 af hverjum 10 konum. Meira en 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki bannað og um 250 milljónir kvenna í dag voru giftar áður en þær voru 15 ára.

  25. nóvember er dagurinn sem á að draga fram ofbeldi gegn konum sem alþjóðlegt vandamál sem kemur upp í öllum samfélögum og menningarheimum. Ofbeldi gegn konum er aldrei einkamál heldur samfélagslegt vandamál sem hefur áhrif á milljónir kvenna.

  Soroptimistar hvetja alla til að taka höndum saman um að binda enda á ofbeldi gegn konum, sem eru útbreiddustu, lífsseigustu og mest skemmandi mannréttindabrot í heiminum í dag.