Skip to main content
  • Óvissuferð í maí 2019

  • Bókagjöfin

  • Heimsókn í Veröld

    AFMÆLISFUNDUR 45 ÁR

     

     

    Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar er 45 ára í ár.

        Af því  tilefni var haldinn glæsilegur afmlælisfundur með mökum. Dagurinn sem varð fyrir valinu var laugardagurinn 4. september. Við söfnuðumst í rútu í305289234 10228681918812425 6997047768904726175 n okkar heimabæ og var haldið á Bessastaði.   Þar tók forsetinn á móti okkur og  hélt smá tölu. Guðlaug formaður hélt einnig smá tölu og færði Guðna gjöf. Í framhaldi var  okkur svo boðið upp á kaffi og pönnsur. 

    Bessastaðir eru mjög skemmtilegir að heimsækja. Guðni er sérlega hlýr og alþýðlegur, sagði skemmtilegar sögur og tók einstaklega vel á móti okkur.

    Húsið er mjög gaman að skoða og mikil saga er á staðnum. 

    Á myndinni eru frá vinstri eru Guðfinna varaformaður, Guðni forseti og Guðlaug formaður

     



     

      Að lokinni kaffi með forsetanum var aftur safnast upp í rútu og haldið á veitingastaðinn Satt. Þar var búið að dekka upp sal fyrir okkur og héldu veisluhöldin áfram.  Þar borðuðum við góðan mat og gerðum ýmislegt skemmtilegt. 

    Þrjár systur voru heiðraðar. Þær Hjördís Gissurardóttir, Sólrún Björnsdóttir og Sigurbjörg Sigurðurdóttir bættust í hóp heiðursfélaga. Þær eru allar stofnfélagar klúbbsins okkar og eru núna komnar í góðan félagsskap hennar Salóme Þorkelsdóttur. Hún var heiðursfélagi og  er einnig ein af stofnendum klúbbsins. 

    IMG 3922       

     

     

         Frá vinstri er Sigurbjörg, Sólrún, Guðlaug, Hjördís og Guðfinna 

     

     

     

                Síðan buðum við velkomnar í hópinn þrjár nýjar systur. Við erum svo heppnar að hafa fengið í klúbbinn okkar þær Bertu Þórhallsdóttur, Hafdísi Gunnarsdóttur og Maríu Petu Hagalín Hlöðversdóttur. 

      

                                                                                                                                                                                                                                              

     Frá vinstri Berta, María, Hafdis Guðlaug og Guðfinna 

     

    Við fengum svo til okkar hluta af kórnum Stöllurnar sem sungu fyrir okkur lög úr söngleiknum Ó María. Sú sýning var á dagskár leikfélagsins hérna í Mosó. Fjallar söngleikurinn um Maríu Guðmundsdóttur eina af stofnfélögum klúbbsins en María lést í desember síðastliðnum. 

      Eftir vel heppnaðan dag var svo safnast aftur í rútuna og haldið heim á leið.

    Í TÚNINU HEIMA

    Við Mosfellssveitarsystur ákváðum að taka þátt í bæjarhátiðinni hérna í Mosó sem nefnd er Í túninu heima. Sú hátíð er haldin síðustu helgina í ágúst. 

    Systur  sultuðu allskyns sultur og bökuðu brauð og kleinur af sínum alkunna dugnaði. Síðan var þetta hnossgæti selt á markanum í Álafosskvosinni, ásamt öðrum vörum frá okkur.  Mikil þáttaka var í hátíðinni og vorum við einstaklega heppnar með veður.        

            I tuninu heima IMG 4098     

      

    I tuninu heima IMG 4097

    Minningar- og styrktarsjóður stofnaður til minningar um Margréti E. Arnórsdóttur

    Hún Margrét okkar lést þann 7. febrúar síðastliðin. Hennar er sárt saknað.

    Til minningar um hana hefur verið stofnaður Minningar og styrktarsjóður

    Reikningsupplýsingarnar eru :

    0323-13-300003

    kt. 500496-2829

    Innilegar samúðarkveðjur til allra sem þekktu og elskuðu hana Möggu okkar

    Jólafundur 2021

    Við Mosfellssystur héldum jólafundinn okkar nýverið. Hún Guðfinna okkar var svo dásamleg að bjóða okkur heim. Það var sérlega góð mæting enda alltaf mjög gaman þegar við hittumst. Hérna má sjá allar okkar glæsilegu konur sem komust á fundinn.

                           

    Við fengum hana Fanney Hrund Hilmarsdóttur til okkar á fundinn. Hún er að gefa út sína fyrstu bók fyrir þessi jól. Bókin heitir Fríríkið og sagði hún okkur frá aðdraganda bókaskrifana og las fyrir okkur úr bókinni. Hélt hún mjög skemmtilegan pistil og vorum við systur svo duglegar að kaupa af henni þessa skemmtilegu bók og styrkja um leið þessa flottu ungu konu á rithöfundabrautinni.

                          

     

                                   

     

    Við borðuðum svo mat sem systur höfðu eldað af sinni alkunnu snilld, skiptumst á pökkum og skemmtum okkur konunglega

               

    Takk fyrir árið sem er að líða og gleðilega hátíð 

     

    Aðalfundur Mosfellssveitarklúbbsins

    Í október var haldinn aðalfundur. Á honum voru hefðbundin aðalfundarstörf afgreidd. Við fengum nýja systur í hópínn, hana Rannveigu Erlingsdóttur, alltaf gaman að eignast nýja systur. Vertu hjartanlega velkomin í hópinn. 

                                                                          

     

    Síðan var komið að því að skipta um stjórn. Hafdís fráfarandi formaður afhenti Guðlaugu verðandi formanni fundarbjölluna góðu sem er notuðu þegar við tölum helst til mikið :)

     

                                                                          

    Hér má svo sjá nýju stjórnina okkar

                                                                          

    Lengst til vinstri er Elsa ritari, síðan Guðlaug formaður, Guðfinna varaformaður, Guðbjörg ritari og síðan koma þær Helga og Elín Guðný meðstjórnendur.

    Jóhanna Valdís klára svo fundinn með hugrenningum um áhrif Covid á líf okkar. Hún tók jákvæða sjónarhornið hvernig hægt hefur á kapphlaupinu sem við gleymum okkur í of oft.