Skip to main content
  • Heimsókn í Bessastaði

  • Önnur mynd

  • Þriðja mynd

    Boð til Bessastaða

    Í tilefni 40 ára afmælis Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness bauð forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn til Bessastaða 13. október 2017.

    Bessastaðir7

     

     Bessastaðir6    Bessastaðir4   

                                                                                

      Bessastaðir8    Bessastarðir 40 ára afmæli

                                                                               

    Grafarvogsklúbbur heimsóttur

    Þann 14. febúar 2019 hélt klúbburinn fund í félagsmiðstöðinni Borgum í Spönginni í boði systra í Soroptimistaklúbbi Grafarvogs. Ásdís Þórðardóttir, formaður setti fundinn. Petrína Ó. Þorsteinsdóttir (Seltjn) guðmóðir Grafarvogsklúbbsins kveikti á kertum. Margrét Guðjónsdóttir varaformaður Seltjarnarnessklúbbsins þakkaði Grafarvogssystrum boðið og færði þeim listilega ofinn dúk í litum soroptimista eftir Ásrúnu Kristjánsdóttur f.v. formann Seltjarnarnessklúbbs. Margrét kveikti á kerti í minningu Þóru Óskarsdóttur, systur okkar, sem lést 26. janúar 2019.

      Dregilinn  Grafarvogur

      Petrína

    Nýjar systur

    Þann 14. janúar sl. var fundur haldinn í Veröld - Húsi Vigdísar. Valgerður Jónasdóttir viðburðastjóri sá um leiðsögn sem hófst í Vigdísarstofu þar sem hægt er að fræðast um Vigdísi forseta, störf hennar og hugðarefni. Á fundinum voru fjórar nýjar systur teknar inn í klúbbinn, þær Svetlana Björg Kostic (Ceca) launaráðgjafi, Steinunn Ásmundsdóttir ferðafræðingur, Halldóra Ásgeirsdóttir forvörður og Svanfríður Franklínsdóttir skjalastjóri.

    Nýjar systur      Texti

    Fleiri nýjar systur:

    Nýjar systur1     20190311 190925

    Hulda Bryndís Sverrisdóttir safnafræðingur og Ólöf Þórarinsdóttir forstöðumaður voru teknar inn 14. febrúar 2017.

    Sigurbjörg Hulda Guðjónsdóttir fótaaðgerðafræðingur gekk í klúbbinn 11. mars 2019

    Hjúkrunarheimilið Seltjörn vígt

    Þann 2. febrúar 2019 var hjúkrunarheimilið Seltjörn vígt við hátíðlega athöfn. Öll aðstaða þar er eins og best verður á kosið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi klipptu á borðann. Soroptimistar á Seltjarnarnesi báru fram kaffiveitingar sem voru í boði Veislunnar.

    Borðinn Smærri

                      

     

     

     

     

     

     

     

    Gefendu Seltjörn    Seltjörn3          

    Þau gáfu til hjúkrunarheimilisins Seltjarnar                 Þau hlutu verðlaun fyrir nafngift

    Seltjörn1    SEltjörn2           

    Umsjón veitinga                                      Sr. Bjarni Þór Bjarnason blessar hjúkurnaheimilið

    Sólveig Pálsdóttir bæjarlistamaður

    Sólveig Pálsdóttir systir í Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness var valin bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019. Seltjarnarnesklúbburinn er stoltur af sinni systur og óskar henni til hamingju með heiðurinn.

    Sólveig Pálsdóttir Smærri