Kvennagolf 2020
Takið eftir kæru golfkonur.
Kvennagolfi Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness sem halda átti í september hefur verið aflýst til ársins 2021 vegna Covid-19.
Takið eftir kæru golfkonur.
Kvennagolfi Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness sem halda átti í september hefur verið aflýst til ársins 2021 vegna Covid-19.
Oft er mikið um að vera hjá systrum. Farið er í kynnisferðir, lengri og skemmri ferðalög og mikil vinna er lögð í undirbúning viðburða eins og árlega golfmótið.
Klúbbsystur hafa tekið þátt í messuþjónustu Seltjarnarneskirkju. Meðfylgjandi myndir eru frá 14. janúar 2018. Margrét Jónsdóttir og Guðbjörg R. Jónsdóttir lásu úr Ritningunni og Ásrún Kristjánsdóttir formaður fræddi kirkjugesti um Soroptimistahreyfinguna og helstu verkefni klúbsssystra á Seltjarnarnesi. Að lokinni messu buðu systur upp á glæsilegar veitingar í safnaðarheimilinu.
Sunnudaginn 6. maí 2018 var listahátíð á Seltjarnarnesi opnuð í Seltjarnarneskirkju. Þar voru sýnd og kynnt verk þeirra soroptimistasystra Herdísar Tómasdóttur veflistakonu og Ingunnar Benediktsdóttur glerlistakonu. Rakel Pétursdóttir safnafræðingur hélt erindi um verk Herdísar og veitti kirkjugestum innsýn í þau. Gunnlaugur A. Jónsson formaður listahátíðarnefndar prédikaði út frá yfirskrift hátíðarinnar "Kenn oss að telja daga vora..." . Textinn er úr 90. Davíðssálmi sem íslenski þjóðsöngurinn var ortur út af.
Í tilefni 40 ára afmælis Soroptimistaklúbbs Seltjarnarness bauð forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson í heimsókn til Bessastaða 13. október 2017.
Þann 14. febúar 2019 hélt klúbburinn fund í félagsmiðstöðinni Borgum í Spönginni í boði systra í Soroptimistaklúbbi Grafarvogs. Ásdís Þórðardóttir, formaður setti fundinn. Petrína Ó. Þorsteinsdóttir (Seltjn) guðmóðir Grafarvogsklúbbsins kveikti á kertum. Margrét Guðjónsdóttir varaformaður Seltjarnarnessklúbbsins þakkaði Grafarvogssystrum boðið og færði þeim listilega ofinn dúk í litum soroptimista eftir Ásrúnu Kristjánsdóttur f.v. formann Seltjarnarnessklúbbs. Margrét kveikti á kerti í minningu Þóru Óskarsdóttur, systur okkar, sem lést 26. janúar 2019.