• Heimsókn í Bessastaði

 • Önnur mynd

 • Þriðja mynd

  Nýjar systur

  Þann 14. janúar sl. var fundur haldinn í Veröld - Húsi Vigdísar. Valgerður Jónasdóttir viðburðastjóri sá um leiðsögn sem hófst í Vigdísarstofu þar sem hægt er að fræðast um Vigdísi forseta, störf hennar og hugðarefni. Á fundinum voru fjórar nýjar systur teknar inn í klúbbinn, þær Svetlana Björg Kostic (Ceca) launaráðgjafi, Steinunn Ásmundsdóttir ferðafræðingur, Halldóra Ásgeirsdóttir forvörður og Svanfríður Franklínsdóttir skjalastjóri.

  Nýjar systur      Texti

  Fleiri nýjar systur:

  Nýjar systur1     20190311 190925

  Hulda Bryndís Sverrisdóttir safnafræðingur og Ólöf Þórarinsdóttir forstöðumaður voru teknar inn 14. febrúar 2017.

  Sigurbjörg Hulda Guðjónsdóttir fótaaðgerðafræðingur gekk í klúbbinn 11. mars 2019

  Hjúkrunarheimilið Seltjörn vígt

  Þann 2. febrúar 2019 var hjúkrunarheimilið Seltjörn vígt við hátíðlega athöfn. Öll aðstaða þar er eins og best verður á kosið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi klipptu á borðann. Soroptimistar á Seltjarnarnesi báru fram kaffiveitingar sem voru í boði Veislunnar.

  Borðinn Smærri

                    

   

   

   

   

   

   

   

  Gefendu Seltjörn    Seltjörn3          

  Þau gáfu til hjúkrunarheimilisins Seltjarnar                 Þau hlutu verðlaun fyrir nafngift

  Seltjörn1    SEltjörn2           

  Umsjón veitinga                                      Sr. Bjarni Þór Bjarnason blessar hjúkurnaheimilið

  Sólveig Pálsdóttir bæjarlistamaður

  Sólveig Pálsdóttir systir í Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness var valin bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019. Seltjarnarnesklúbburinn er stoltur af sinni systur og óskar henni til hamingju með heiðurinn.

  Sólveig Pálsdóttir Smærri

  Heimabyggð

  Klúbburinn hefur stutt ýmis verkefni á Seltjarnarnesi. Þar má helst nefna:

  • Kaup á kirkjuklukku við byggingu Seltjarnarneskirkju
  • Húsgagnakaup í sameiginlegt rými í húsum aldraðra við Skólabraut
  • Verðlaun (orðabók) fyrir góða frammistöðu í ensku í 10. bekk Valhúsaskóla
  • Íþróttastyrkur til barna á Seltjarnarnesi
  • Lesið fyrir hundinn. Verkefni á vegum félagasamtakanna VIGDÍS (Vinir gæludýra á Íslandi). Styrkur til heimasíðugerðar
  • Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stúlkur í 7. bekk Valhúsaskóla

      Kirkjuklukkur        

  Önnur verkefni

  Soroptimistakúbbur Seltjarnarnes hefur stutt ýmis önnur verkefni.

  • Styrkjum Lífskraft, hóp kvenna sem þveraði Vatnajökull í þeim tilgangi að safna áheitum fyrir félögin Kraft og Líf
  • Þátttöku í alþjóðlegum styrktarverkefnum svo sem vatnsverkefni og ljósmæðrabúnaði
  • Bræður í Uganda voru styrktir til náms

   

  Lífskraftur

  Konur styrktar til sjálfshjálpar

  Klúbburinn hefur stutt ýmis vekefni í þeim tilgangi að styrkja konur til sjálfshjálpar.

  • Samtökin Gæfuspor voru styrkt til að fjámagna námskeið fyrir konur sem hafa búið við ofbeldi. Markmiðið var að hjálpa þeim til að koma undir sig fótunum á nýjan leik
  • „Á allra vörum“ er verkefni sem Kvennaathvarfið hefur stofnað utan um sextán íbúðir sem ætlunin er að byggja. Eygló Harðardóttir, fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra hefur verið ráðinn verkefnisstjóri. Húsnæðið er ætlað konum sem hafa verið í ofbeldissamböndum. Lögð er áhersla á að skapa heimili fyrir konur og börn en einnig verður lögð áhersla á að tryggja öryggi kvennanna.
  • Líf styrktarfélag fékk skjá í móttöku Kvennadeildar Landspítala 
  • Kvenskoðunarstóll var gefinn á Neyðarmóttöku Borgarspítalans

   Líf styrktarfélag     Vinkvennakvöld4

  Styrkur afhentur Líf styrktarfélagi 2015                       Eygló Harðardóttir