Skip to main content

Breiðholtstíðindi segja frá roðagylltum FB og aðkomu okkar systra í Hóla og Fella kúbbi

roðagyllum

Soroptimistar eru alþjóðasamtök kvenna sem hafa það að meginmarkmiði að stuðla að bættri stöðu kvenna með alþjóðlegri vináttu og skilningi að leiðarljósi.

Soroptimistar á Íslandi ásamt Soroptimistum um allan heim  hafa tekið þátt í "Ákalli  framkvæmdarstjóra Sameinuðu  þjóðanna um að  roðagylla heiminn".

Átakið hófst 25. nóvember og því lýkur 10.desember á Mannréttindadegi Sameinuðu Þjóðanna.

Markmiðið er að efla vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi og stuðla að útrýmingu á ofbeldi gegn konum.

Víða á Íslandi eru byggingar lýstar upp með roðagyllingu (appelsínugulu)  á áðurnefndu tímabili og sömuleiðis sendiráð Íslands víða um heim.

Soroptimistaklúbbur Hóla og Fella í Breiðholti tekur þátt í þessu verkefni og    leitað var til skólameistara Fjölbrautaskólans í Breiðholti sem tók erindi klúbbsins mjög vel og er  skólinn nú lýstur upp  með roðagylltri lýsingu.