Skip to main content
  • Blómin frá Espiflöt

  • Við opnun Sigurhæða

  • Haustkransagerð

  • Gróðursetning í júní

  • Undirritun samnings við Árborg

    Fréttaskot frá klúbbfundum 2018-2019

    Fréttaskot frá klúbbfundum 2018-2019

    Októberfundurinn á Hótel Örk í Hveragerði:

    Hlýtt var á fyrirlestur Trausta Steinssonar um kynni hans af transbörnum. Hann fléttaði mál sitt við frásagnir úr bók sem hann hafði nýlokið við að þýða og er hugsuð sem nokkurs konar handbók fyrir foreldra transbarna. 

     

    Nóvemberfundurinn í Eldhúsinu, Selfossi:

    Gestur fundarins var Rannveig Brynja Sverrisdóttir aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Hún ræddi um fíkniefnavanda sem steðjar að þjóðinni, en honum hefur hún kynnst m.a. þegar hún var starfandi í fíkniefnalögreglunni í Reykjavík.   

    Desemberfundur, jólafundurinn,  að Stekkum í fyrrum Sandvíkurhreppi:

    Systur lögðu á sameiginlegt jólahlaðborð, hlýddu á EGO erindi og léku sér. Friður aðventunnar sveif yfir vötnunum þetta kvöld.

     

    Janúarfundurinn að 360° Boutique Hotel & Lodge í Flóahreppi:

    Hlýtt á Aðalheiði Jóhönnu Ólafsdóttur lesa ljóð eftir Goethe bæði á íslensku og þýsku. Hún er Waldorfkennari og kennir m.a. hreyfitækni er hún nefnir hrynlist. Hún kenndi systrum nytsamar æfingar til að losa spennu og áhyggjur og taka til sín kærleika.  

     

    Febrúarfundurinn í Eldhúsinu, Selfossi:

    Gestur fundarins var Jónína Lóa Kristjánsdóttir með erindi sitt sem hún nefndi  ,,Hamingja og hugarró”. Jónína er hjúkrunarfræðingur að mennt með sérnám í heilsugæsluhjúkrun. Hún hefur einnig lært fjölskyldufræði og kynnst jóga.

     

    Marsfundurinn að Miðási í Ásahreppi:

    Margrét Ýrr,  hjúkrunarfræðingur og  systir í Soroptimistaklúbbi Suðurlands,  var með fræðslu um grundvallaratriði endurlífgunar. Hún sýndi systrum skyggnur og fræddi þær um notkun hjartastuðtækja. Hún sýndi einnig handtök til að hjálpa fólki sem stendur í og að lokum leyfði hún systrum að hnoða og blása í dúkku.

     

    Aprílfundurinn í Eldhúsinu, Selfossi:

    Þórný Björk systir í Soroptimistaklúbbi Suðurlands fjallaði um dáleiðslu en hún er nýlega útskrifuð sem dáleiðslutæknir og hyggur á áframhaldandi nám í þeim fræðum. Hún endaði erindi sitt á því að bjóða systrum upp á slökun sem þær þáðu.

     

    Maífundurinn í Betri stofunni, Hótel Selfossi:

    Ingridar Kuhlman flutti fyrirlestur um hamingjuna. Ingrid er með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði frá Bretlandi þar sem lokaverkefni hennar var ,,eigindleg rannsókn á skynjun og skilningi eldri borgara á vellíðan“ Verkefni hennar birtist systrum sem kvikmynd um hamingjuna.  



    Júnífundurinn að Jörfa í Hrunamannahreppi:

    Fundurinn fléttaðist inn í vorferð klúbbsins sem lesa má um í væntanlegu jólablaði Fregna 2019 

     

    Septemberfundurinn á Kaffi Sel, Golfskálanum Flúðum. Hann var jafnframt 100. fundur Soroptimistaklúbbs Suðurlands:

    Tvær nýjar systur voru boðnar velkomnar í klúbbinn á þessum fundi, þær Charlotta Ingadóttir og Guðrún Ólöf Jónsdóttir.