Skip to main content
  • Blómin frá Espiflöt

  • Við opnun Sigurhæða

  • Haustkransagerð

  • Gróðursetning í júní

  • Undirritun samnings við Árborg

    Málþing um Sigurhæðir

    20220519 101457.jpgÞann 19. maí 2022 hélt Soroptimistaklúbbur Suðurlands velheppnað málþing um árangur Sigurhæða á fyrsta starfsári þeirra. Á málþinginu fluttu ávörp þau Eliza Reid, forsetafrú, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Jóna Ingvarsdóttir, formaður klúbbsins, gerði grein fyrir klúbbnum og starfi hans, og Hafdís Karlsdóttir, verðandi forseti Evrópusambands Soroptimista, sagði frá samstöðu Soroptimista í hinum ýmsu verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur. Meðal erinda má nefna erindi Hildar Jónsdóttur, verkefnastýru Sigurhæða, um velgengni verkefnisins, erindi Jóhönnu Kristínar Jónsdóttur, sálfræðings, um árangur af EMDR áfallameðferðinni, erindi Elísabetar Lorange um nálgun Sigurhæða svo og erindi Kristínar Önnu Hjálmarsdóttur, kynjafræðings, um ytra mat á undirbúningi og innleiðingu Sigurhæðaverkefnisins. Auk þeirra erinda sem sneru beint að Sigurhæðum flutti Þórður Kristinsson, jafnréttisfræðari, erindi um karlmennskuna, Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Heimilisfriði, flutti erindi um vinnu með gerendum og Þóra Björnsdóttir, verkefnisstjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum, erindi um forvarnarstarf gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Upptöku af málþinginu má finna á sigurhaedir.is.