• Blómin frá Espiflöt

 • Við opnun Sigurhæða

 • Haustkransagerð

 • Gróðursetning í júní

  Málþing um Sigurhæðir

  20220519 101457.jpgÞann 19. maí 2022 hélt Soroptimistaklúbbur Suðurlands velheppnað málþing um árangur Sigurhæða á fyrsta starfsári þeirra. Á málþinginu fluttu ávörp þau Eliza Reid, forsetafrú, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Jóna Ingvarsdóttir, formaður klúbbsins, gerði grein fyrir klúbbnum og starfi hans, og Hafdís Karlsdóttir, verðandi forseti Evrópusambands Soroptimista, sagði frá samstöðu Soroptimista í hinum ýmsu verkefnum sem þær taka sér fyrir hendur. Meðal erinda má nefna erindi Hildar Jónsdóttur, verkefnastýru Sigurhæða, um velgengni verkefnisins, erindi Jóhönnu Kristínar Jónsdóttur, sálfræðings, um árangur af EMDR áfallameðferðinni, erindi Elísabetar Lorange um nálgun Sigurhæða svo og erindi Kristínar Önnu Hjálmarsdóttur, kynjafræðings, um ytra mat á undirbúningi og innleiðingu Sigurhæðaverkefnisins. Auk þeirra erinda sem sneru beint að Sigurhæðum flutti Þórður Kristinsson, jafnréttisfræðari, erindi um karlmennskuna, Mjöll Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Heimilisfriði, flutti erindi um vinnu með gerendum og Þóra Björnsdóttir, verkefnisstjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum, erindi um forvarnarstarf gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Upptöku af málþinginu má finna á sigurhaedir.is.

  Tiltekt við Sigurhæðir

  278569625 10223508197805025 1151795491694142170 nNíu systur og einn eiginmaður mættu í garðinn við Sigurhæðir til að snyrta og taka til í garðinum. Hendur voru látnar standa fram úr ermum og árangurinn kom fljótt í ljós. Eftir vinnu dagsins átti hópurinn svo sannarlega skilið að fá kaffi og gott með því.

  Systur á Landssambandsfundi 2022

  systur á LandssambandsfundiEllefu systur lögðu land undir fót og tóku þátt í Landssambandsfundinum 2022 á Snæfellsnesi. Fundurinn tókst vel í alla staði og var öll umgjörð og framkvæmd til fyrirmyndar. Á fundinum var ákveðið að Soroptimistaklúbbur Suðurlands myndi halda næsta Landssambandsfund árið 2023.

  Roðagyllum heiminn

  Gk bakaríSoroptimistasystur á Suðurlandi efndu til fjáröflunar í tilefni af átakinu Roðagyllum heiminn í samstarfi við GK-bakarí á Selfossi og gróðrarstöðina Espiflöt í Bláskógarbyggð. Ungu bakararnir bökuðu gómsætar múffur með appelsínugulu ganache-kremi sem seldar voru þá daga sem átakið stóð yfir, frá 25. nóvember til 10. desember. Þeir feðgar í Espiflöt framleiddu gullfallega roðagyllta blómvendi með rósum og gerberum sem soroptimistasystur seldu. Sigurhæðir, þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, nutu góðs af þessu framtaki.

  Þrjár nýjar systur

  Á jólafundinum 2021 gengu þær Halldóra Auður Guðmundsdóttir, Jórunn Sigríður Birgisdóttir og Þóra Þórarinsdóttir í Soroptimistaklúbb Suðurlands. Klúbburinn fagnar innkomu þessara öflugu kvenna, sem búa yfir víðtækri reynslu úr atvinnulífinu.

  Í tilefni af 100 ára afmæli Soroptimistaklúbba

  199756202 10221902861632624 7158292329131473770 nÁsabrekkuskógi í Ásahreppi óx fiskur um hrygg 13. júní þegar Soroptimistasystur á Suðurlandi ásamt fylgifiskum gróðursettu þar a.m.k. 150 plöntur til að minnast 100 ára afmælis Soroptimistaklúbba.
  Brynhildur formaður bauð upp á kaffi og með því í skógarrjóðri og síðan var haldið í Vatnsholt þar sem systur héldu sinn vorfund og var endað með því að snæða dýrindis kvöldverð. Fyrsta sinn sem klúbburinn býður mökum að taka þátt og í bíl einnar systurinnar voru allir sammála um mikilvægi þess að þeir viti a.m.k. að þeir búa allir með "systrum".