Skip to main content
  • Blómin frá Espiflöt

  • Við opnun Sigurhæða

  • Haustkransagerð

  • Gróðursetning í júní

  • Undirritun samnings við Árborg

    Hildur hjá SÞ í New York

    Hildur Jónsdóttir, verkefnastjóri Sigurhæða og verðandi forseti Soroptimistasambands Íslands, fór ásamt Hafdísi Karlsdóttur, forseta Evrópusambands Soroptimista á fund hjá kvennanefnd Sameinuðu Þjóðanna sem haldinn var 11. til 22. mars. Þemað var Hröðum árangri í baráttunni fyrir kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna með því að ráðast gegn fátækt og styrkja stofnanir og fjármögnun þeirra með kynjasjónarmið að leiðarljósi.
    Kvennanefndin  vinnur að framgangi markmiða um jafnrétti kynjanna og jafna stöðu þeirra, skrásetur raunveruleika kvenna um allan heim og mótar viðmið um fullt jafnrétti og valdeflingu kvenna. Árið 1996 var nefndinni enn fremur falið að vinna að því að samþætta kynja- og jafnréttissjónarmið inn í allar stefnur S.þ. og allar stofnanir þeirra. Jafnframt hefur hún forystu um að fylgjast með framgangi og innleiðingu Peking-áætlunarinnar svokölluðu frá 1995 S.þ. Hún stendur árlega fyrir tveggja vikna fundi í höfuðstöðvunum í New York, þar sem ýmsar stofnanir S.þ. eru með dagskrár og fulltrúar stjórnvalda, stofnana, frjálsra félagasamtaka og grasrótarhreyfinga eru kallaðir til leiks. Fundurinn er vettvangur fyrir aðildarríkin til að koma saman, hugsa í lausnum, deila reynslu og aðferðum við að auka jafnrétti og styrkja stöðu kvenna og stúlkna í heiminum. Fundurinn er sá fjölsóttasti sinnar tegundar í heiminum öllum. (mikið stytt útgáfa af grein Hildar í Fregnum, apríl 2024)