Skip to main content
  • Systur leggja sig fram við framleiðslu á dúkkufötum
  • Góð stemming á jólafundi
  • Stórkostleg ferð til Sigrúnar og Óla í Stóru Mörk

    Gjöf til Mæðrastyrksnefndar

    mæðró 2Hluti fjárölflunarnefndar heimsótti Mærðastyrksnefnd í gær og færði þeim að gjöf 10 dúkkur og dúkkuföt. Okkur var óskaplega vel fagnað og við fundum fyrir miklu þakklæti. Einstaklega ánægjuleg styrkveiting og gott að horfa á eftir dúkkufötunum okkar fá það fallega hlutverk að verða jólagjöf.

    Styrkur til samtaka um byggingu kvennaathvarfs

    kvennaathvarfÁ síðasta starfsári í tengslum við átakið Roðagyllum heiminn tók klúbburinn okkar ásamt öðrum Soroptimstaklúbbum á Íslandi þátt í að styrkja Samtök um byggingu kvennaathvarfs. Við hátíðlega athöfn tóku Sigþrúður Guðmundsdóttir og Eygló Harðardóttir fulltrúar Samtaka um byggingu kvennaathvarfs við 250.000 króna styrk úr hendi Ölmu formanns og Þórdísar verkefnastjóra.  

    Við sömu athöfn veitti Landssamband soroptimista samtökunum einnig veglegan styrk. Fjallað var um átakið og styrkveitingar soroptimista í blaðagrein sem hér má lesa.

    Verkefni í Sierra Leone

    afhending styrksinsKlúbburinn okkar tók áfram þátt í samstarfi við Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur í soroptimistaklúbbi Árbæjar að styrkja valin verkefni í Sierra Leone. Við létum að þessu sinni fé rakna til þess að innrétta fæðingastofu sjúkrahúss í Freetown, en áður hafði klúbburnn lagt til fjármagn til að þjálfa starfsfólk á barnaspítalanum í Freetown.  Á myndinni sést hvar Guðrún Helga fyrir hönd okkar afhendir fyrri styrkinn. 

    Sundnámskeið fyrir konur af erlendum uppruna

    konur af erlendum upprunaKlúbburinn er aðal styrktaraðili sundverkefnis á vegum Félagsmiðstöðvar Breiðholts, Sundfélagsins Ægis og Ölduselsskóla, þar sem konum af erlendum uppruna er boðið upp á að þiggja sundkennslu. Verkefnið var styrkt starfsárið 2019-2020 um samtals 100.000 krónur. Þetta var annað árið í röð sem við styrktum sundnámskeið fyrir konur af erlendum uppruna og gerðum þáttakendum kleift að taka þátt án endurgjalds. Verkefnið þótti takast afburða vel. Hér er linkur á frétt í Breiðholtsblaðinu en á bls. 9 er fjallað um verkefnið.